Vín er lífvænlegasta borg heims samkvæmt árlegri samantekt The Economist, Global Liveability Index. Við matið er heilbrigðisþjónusta, menntun, menning og innviðir skoðaðir. Það er engin frétt að Vín sé efst borga við þetta mat, sú hefur verið raunin í átta skipti af síðustu tíu sem listinn hefur verið birtur.
Kaupmannahöfn er í öðru sæti, efst höfuðborga á Norðurlöndum. Helsinki er í 12. sæti, Osló í 20. sæti og Stokkhólmur í 21. sæti. Reykjavík er mun neðar, í 47. sæti listans, fyrir neðan Minneapolis og fyrir ofan Mílanó.
Það eru borgir Norður-Evrópu, Kanada, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands sem eru raða sér í efstu sætin. Atlanta er efst borga í Bandaríkjunum, nær 26. sæti. Budapest er efst borga Austur-Evrópu, nær 35. sæti.
Douala, stærsta borgin í Kamerún, er neðst á listanum, í 167. sæti. Þar fyrir ofan er Kænugarður í Úkraínu, Harare í Simbabve og Dhaka í Bangladess.
Myndin er frá Vín, sem lengi var kölluð Rauða Vín vegna áhrifa sósíalista á stjórn borgarinnar, uppbyggingu og þróun.