Reykjavík með lökustu lífsgæði höfuðborga Norðurlanda

Vín er lífvænlegasta borg heims samkvæmt árlegri samantekt The Economist, Global Liveability Index. Við matið er heilbrigðisþjónusta, menntun, menning og innviðir skoðaðir. Það er engin frétt að Vín sé efst borga við þetta mat, sú hefur verið raunin í átta skipti af síðustu tíu sem listinn hefur verið birtur.

Kaupmannahöfn er í öðru sæti, efst höfuðborga á Norðurlöndum. Helsinki er í 12. sæti, Osló í 20. sæti og Stokkhólmur í 21. sæti. Reykjavík er mun neðar, í 47. sæti listans, fyrir neðan Minneapolis og fyrir ofan Mílanó.

Það eru borgir Norður-Evrópu, Kanada, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands sem eru raða sér í efstu sætin. Atlanta er efst borga í Bandaríkjunum, nær 26. sæti. Budapest er efst borga Austur-Evrópu, nær 35. sæti.

Douala, stærsta borgin í Kamerún, er neðst á listanum, í 167. sæti. Þar fyrir ofan er Kænugarður í Úkraínu, Harare í Simbabve og Dhaka í Bangladess.

Myndin er frá Vín, sem lengi var kölluð Rauða Vín vegna áhrifa sósíalista á stjórn borgarinnar, uppbyggingu og þróun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí