Ríkið styrkir sjávarútveginn um 1,5 milljarð meira en sjávarútvegurinn greiðir ríkinu

„Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofa, landhelgishluti Landhelgisgæslunnar, vaktstöð siglinga, siglingadeild Samgöngustofu, Verðlagsstofa sjávarútvegsins, skrifstofa sjávarútvegs hjá matvælaráðuneyti, hafnabótasjóður, framkvæmdir við vita og hafnir og menntun sjómanna“ – þannig hljóðar upptalning á helstu þjónustu ríkisins við íslenskan sjávarútveg, í grein eftir Þórólf Matthíasson, prófessor í Hagfræði við HÍ, sem Morgunblaðið birtir í dag, laugardag.

Rekstur þessara stofnana felur að sögn Þórólfs í sér „óbeinar niðurgreiðslur í formi ríkisstyrktrar stoðþjónustu við atvinnugreinar“, sem á alþjóðavettvangi hefur verið lögð áhersla á að útrýma.

„Sumar þessara stofnana,“ tekur Þórólfur fram, „sinna fleiru en sjávarútvegi.“ En þegar tillit hefur verið tekið til þess standa eftir 10 milljarða ríkisútgjöld í þágu sjávarútvegsins, á samþykktum fjárlögum þessa árs. Veiðigjöld vegna veiðiheimilda eru aftur á móti áætluð 8,6 milljarðar í fjárlögum ársins. „Lauslega og varlega áætlað vantar því 1,5 milljarð króna upp á að sjávarútvegurinn endurgreiði ríkinu útlagnað kostna.“

Tilefni skrifanna er viðbragð Staksteina Morgunblaðsins við umræðum um hvalrekaskatt, þar sem Þórólfur benti á að ókeypis aðgangur að fiskimiðum „væri ígildi viðvarandi hvalreka fyrir þá sem þess njóta.“ Þeim ummælum brást höfundur Staksteina, „sem er nafnlaus ólundarþáttur á vegum ritstjórnar Morgunblaðsins“ við með fullyrðingum um að víst borgaði útgerðin fyrir aðgang að fiskimiðunum og hagfræðingurinn færi með „fals“. „Þar skjöplaðist hinum nafnlausa,“ skrifar Þórólfur. „Eins og ég hef rakið hér að ofan þyrftu veiðigjöldin að vera 1,5 milljörðum króna hærri í ár en raun er áður en hægt er að tala um greiðslu fyrir afnot af sjávarauðlindinni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí