Síðastliðinn júlí mánuður er sá heitasti sem hefur nokkurn tímann mælst

Sameinuðu þjóðirnar hafa tilkynnt að júlí mánuður síðastliðinn sé heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur mælst. Meðalhitastig jarðarinnar var 0,33 gráðum hærra en síðasta met, en því var náð í júlí 2019.

Það var talsmaður Copernicus, Samantha Burgess, sem tilkynnti þetta í dag, en um er að ræða loftslags eftirlitsverkefni sem hluti er af Geimferðastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Niðurstaðan er fengin úr gríðarlegum fjölda mælinga frá gervihnöttum, skipum, flugvélum, og veðurathugunarstöðvum um heim allan.

Ekki er hægt að segja að tilkynningin komi sérstaklega á óvart, en hinir ýmsu vísindamenn og aðrir voru búnir að spá fyrir um þetta, í ljósi þeirra fáheyrðu hitabylgja sem heimurinn glímdi við í síðasta mánuði. En nú eru tölurnar semsagt inni, og spá þeirra var rétt: síðasti júlí er heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur mælst.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí