Tekjuhæsti aðstoðarmaður ráðherra varð 26 ára í sumar

Aðstoðarfólk ráðherra er á góðum launum, flest með hærri laun fyrir þau störf en það gæti fengið annars staðar. Það á auðvitað líka við um ráðherranna, sem fæstir gætu fengið hátt í þrjár milljónir á mánuðir, bíl og bílstjóra, á almennum vinnumarkaði. Og það er þetta aðstoðarfólk á góðum launum sem oflaunaðir ráðherrar ráðfæra sig við um hvort framlengja eigi líf ríkisstjórnarinnar eða viðurkenna það sem blasir við öllum öðrum, að ríkisstjórnin er rúin trausti almennings, grasrótar og kjósenda flokkanna.

Frjáls verslun tekur saman laun ýmissa hópa og meðal annars aðstoðarfólks ráðherra. Á þeim lista sést að þetta er vellaunað fólk. Og kannski ekki að undra að það vilji ekki fella ríkisstjórnina og þurfa þá líklega að leita sér að nýrri vinnu. Fæst hefur það kost á jafn vel launuðu starfi annars staðar.

Kannski er þetta helsta ástæða þess að ríkisstjórnin lifir. Í elítustjórnmálunum ræður forystufólk flokka öllu um stefnuna. Aðrir hlýða, vitandi að hlýðni er lykillinn að sporslum og góðum störfum. Og í elítustjórnmálum ráðfærir forystufólkið sig helst við launað já-fólk, svokallaða aðstoðarmenn. Sem vanalega segir því að hlusta ekki of mikið á grasrót eða almenning, kallar afstöðu þess bögg og pex sem fljótt líður hjá. Hinir vellaunuðu ráðherrar fá þá fullvissu frá vellaunuðu aðstoðarfólki um að ráðherrarnir eigi að halda lífi í ríkisstjórninni og halda áfram í vellaunuðum störfum sínum.

Kostnaður almennings við ráðherra, sem heldur um sig hirð aðstoðarfólks, bílstjóra og ritara, fær bíl og ferðakostnað greiddan, gistingu á dýrustu hótelum og góðan viðgjörning, er um 25 m.kr. á mánuði eða um 300 m.kr. á ári. Engum ráðherranna stæði til boða að halda utan um sig slíka hirð í öðrum störfum. Við erum með tólf ráðherra og saman mynda þeir hirð, kannski ekki á stærð við Versali á tímum Loðvíks 14., en stærri en hér hefur nokkru sinni verið.

Hér má sjá tíu tekjuhæstu aðstoðarmennirnir 2022 samkvæmt Frjálsri verslun:

Steinar Ingi Kol­beins, að­stoðar­maður um­hverfis­ráð­herra – 1.962 þús. kr
Sól­ey Ragnars­dóttir, að­stoðar­maður mennta- og barna­mála­ráð­herra – 1.750 þús. kr
Teitur Björn Einars­son, fv. að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra – 1.546 þús. kr
Haf­þór Eide Haf­þórs­son, að­stoðar­maður við­skipta­ráð­herra – 1.502 þús. kr
Sig­tryggur Magna­son, að­stoðar­maður sam­göngu­ráð­herra 1.465 þús. kr
Hersir Aron Ólafs­son, að­stoðar­maður fjár­mála­ráð­herra – 1.458 þús. kr
Helga Björg Olga Ragnars­dóttir, fv. að­stoðar­maður heil­brigðis­ráð­herra 1.457 þús. kr
Berg­lind Häsler, fv. að­stoðar­maður mat­væla­ráð­herra – 1.401 þús. kr
Berg­þóra Bene­dikts­dóttir, að­stoðar­maður for­sætis­ráð­herra – 1.242 þús. kr
Ey­dís Arna Lín­dal, að­stoðar­maður Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra – 853 þús. kr

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí