Greta Thunberg sakar Baillie Gifford sem styrkir Alþjóðlegu bókamessuna í Edinborg um „grænþvott” og dregur sig út úr auglýstu prógrammi.
Rannsóknir hafa sýnt að sniðganga vöru og fjöldaáskoranir um sniðgöngu á netinu virki takmarkað en ef fjölmiðlaumfjöllun um slíkt verður mikil eða áberandi hefur það áhrif á orðspor fyrirtækisins og geta hlutabréf í því jafnvel hrunið.
Aðgerðarsinninn Greta Thunberg kann því að nota vopn sín í baráttunni gegn loftslagshamförum en hún hefur dregið sig út úr dagskránni á Alþjóðlegu bókamessunni í Edinborg vegna tengsla hátíðarinnar við jarðolíuiðnaðinn.
Greta sem átti að koma fram á viðburði þann 13. ágúst nk. dró sig út úr honum þegar hún komst að því að hátíðin væri styrkt af Baillie Gifford fjárfestingafélaginu sem einnig fjárfestir að miklu leiti í jarðolíuiðnaði.
Thunberg sakar fjárfestingafélagið um „grænþvott” með því að styrkja menningarviðburði sem þennan og segist ekki vilja bendla sig við slíkt. „Grænþvottur” sem þessi gefi fyrirtækinu samfélagslegt samþykki fyrir því að starfa áfram að mengandi iðnaði.