Bandaríska sendiráðið hefur keypt einbýlishúsið við Sólvallagötu 14 á um 450 milljónir og hyggjast nýta húsið sem sendiherrabústað. Það væri varla frásögu færandi ef það væri ekki fyrir þær sakir að Bandaríkjamenn virðast haldnir vænisýki á háu stigi. Eiríkur Jónsson greinir frá því á vef sínum að Bandaríkjamenn ætla svo gott sem að gera húsið skothelt.
Í umsögn um breytingar á húsinu kemur fram að Bandaríkjamenn ætli sér meðal annars að koma fyrir vaktskýli fyrir öryggisgæslu og svo verða örugglega margir metrar af gaddavír. Í umsögninni segir:
„Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, byggja ofan á bílskúr, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið, jafnframt því að byggia vaktskýli fyrir öryggisgæslu í suðvestur horni lóðar og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Málinu vísað til umsagnar og/eða til grenndarkynningar hjá skipulagsfulltrúa.