300 börn gistu í dauðagildru á Reyðarfirði í nótt – Neyðarútgangarnir reyrðir fastir: „Algjörlega galinn gjörningur“

Um helgina fór Kuldaboli, líklega stærsta ungmennahátíð á Austurlandi, fram á Reyðarfirði. Hátíðin hefur verið haldin af Félagsmiðstöð Fjarðabyggðar og er unglingum eldri bekkjum grunnskóla boðið að taka þátt og gista í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að faðir barns sem gisti í nótt í höllinni, Theodór Elvar, tók eftir því í morgun að allir neyðarútgangar höfðu verið reyrðir fastir með ýmsum tólum. Eðlilega er hann ekki sáttur með þessi vinnubrögð, enda má með sanni segja að Fjarðabyggðarhöllin hafi verið dauðagildra í nótt.

„Nú fórum við hjónin í morgun að sækja 15 ára barnið okkar sem var á Reyðarfirði í Fjarðabyggðarhöllinni á hinum svokallaða Kuldabola en þar hittast ca 200-300 börn og eyða þar kvöldinu og nóttinni en krakkarnir gista í tjöldum inni í íþróttahöllinni. En þegar við komum í morgun og sóttum barnið þá tók ég eftir því að allir neyðarútgangar á þessari blessuðu íþróttahöll voru kyrfilega reyrðir fastir með ýmsum tólum. Þessi gjörningur finnst mér algjörlega galinn þar sem öll þessi börn gista. Ég set hér myndir af neyðarútgöngunum að vestanverðu á húsinu en svona var þetta á þeim öllum sýndist mér,“ skrifar hann á Facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí