„Eina vitið í þessu forkastanlega samráðsmáli skipafélaganna að banna starfsemi þeirra“

„Auðvitað er eina vitið í þessu forkastanlega samráðsmáli skipafélaganna að banna starfsemi þeirra með lögum og stofna eitt ríkisrekið skipafélag.“ Þetta segir gagnrýnandinn geðþekki, Jón Viðar Jónsson, á Facebook en hann er einn margra sem hefur blöskrað hvernig Samskip og Eimskip hafa makað krókinn á kostnað almennings.

Jón Viðar segir að það þýði ekkert setja sektir á þessi félög. Þó hann taki það skýrt fram að hann sé ekki sósíalist þá sjá hann enga aðra lausn í þessu máli en að ríkisvæða þessi fyrirtæki. Það sé einungis spurning um almenna skynsemi.

„Að setja á sektir eða jafnvel að senda gangsterana í tukthús vitum við að er þýðingarlaust. Meiraaðsegja Ólafur Step viðurkennir að „markaðurinn“ hafi engin tæki til að koma í veg fyrir svona svínarí, en hangir svo ámátlega í því að efla þurfi samkeppniseftirlitið sem við vitum að leysir ekki neitt til lengri tíma, því að glæpamenn finna alltaf leiðir til að stunda sína iðju, einkum auðvitað ef hún felst í því að maka krókinn og stela, og vökulustu varðmenn sofna að endingu á verðinum. Ég er ekki sósíalisti, það skal skýrt tekið fram, en þetta er í huga mér einungis spurning um almenna skynsemi, ekki pólitískar kreddur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí