Ferðatími á vegum vinnu er vinnutími

Verkalýðsmál 19. sep 2023

Landsréttur komst nýverið að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur um að ferðatími á vegum vinnu skilgreinist sem vinnutími. Fordæmisgefandi dómur.

Lands­rétt­ur staðfesti á dögunum dóm héraðsdóms frá í fe­brú­ar á síðasta ári í máli sem snéri að ferðatíma flug­virkja hjá Sam­göngu­stofu og skil­grein­ingu hans sem vinnu­tíma. Flugvirkinn hafði bet­ur gegn ís­lenska rík­inu en leitað var eft­ir ráðgef­andi áliti EFTA-dóm­stóls­ins í mál­inu.

Fyrir helgi féll dómur í máli flugvirkja hjá Samgöngustofu þar sem krafist var viðurkenningar á því að tími sem flugvirkinn varði í ferðir á vegum Samgöngustofu til útlanda teldist vinnutími, frá því hann yfirgaf heimili sitt og þar til hann kom á áfangastað og öfugt á heimleiðinni.

Að fengnu ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þær stundir sem flugvirkinn varði í ferðir á vegum Samgöngustofu teldust í skilningi vinnuverndarlaga vinnutími, að frádregnum þeim tíma sem að jafnaði tók starfsmanninn að keyra til og frá fastri starfsstöð. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms að öðru leyti en því að ekki var talin ástæða til að draga frá ferðatíma þann tíma sem tæki að jafnaði að ferðast til og frá fastri starfsstöð.

Þessi niðurstaða er í samræmi við afstöðu BHM og aðildarfélaga til þess tíma er starfsmenn verja í ferðalög á vegum vinnuveitenda. Það skýtur skökku við að starfsmaður sé á samfelldu ferðalagi frá 5:00 að morgni til 20:30 að kvöldi og aðeins dagvinnutímabilið frá 8:00 til 16:00 teljist til vinnutíma en tíminn snemma að morgni og eftir 16:00 teljist hvíldartími.

Telja má líklegt að ríkið óski eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og reyni að fá dómnum hnekkt þar. Er því óvíst að svo stöddu hvort um undanlega niðurstöðu er að ræða. Niðurstaðan er engu að síður fagnaðarefni og í fullu samræmi við kröfur stéttarfélaga. Þá er hún vel rökstudd og í samræmi álit EFTA og hefur nú verið staðfest bæði af Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti.

Frétt af vef BHM.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí