Formaður nefndarinnar sem stoppaði rannsókn á útgerðinni starfaði lengi fyrir útgerðina

Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála er Björn Jóhannesson hæstaréttarlögmaður. Áður en hann fór í lögmennsku var hann lengi starfsmaður Útvegsmannafélags Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vestfjarða. Formaður nefndarinnar sem stoppaði rannsókn Samkeppnisstofnunar á eignartengslum í sjávarútvegi er fyrrum starfsmaður útgerðarinnar.

Með úrskurði sínum felldi nefndin úr gildi dagsektir sem Samkeppniseftirlitið hafði sett á Brim, en Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims og forstjóri, hafði hafnað að veita eftirlitinu upplýsingar um eignartengsl. Áfrýjunarnefndin úrskurðaði einnig að Samkeppniseftirlitinu væri óheimilt að sinna rannsókn á eignartengslum milli útgerðarfyrirtækja að beiðni matvælaráðuneytisins, en Guðmundur hélt því fram að eftirlitinu væri það óheimilt þar sem það væri sjálfstæð stofnun.

Eftir þennan úrskurð, sem segja má að samþykki allar kröfur og rök Guðmundar í Brim, hefur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagt að rannsóknin muni halda áfram en nú ótengt matvælaráðuneytinu.

Myndin er samsett, af Birni formanni með Guðmund forstjóra í bakgrunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí