Grunsamlega dýr Betri Reykjavík – „Svæðishönnun“ Reykjavíkurborgar 95 prósent af kostnaðinum við útigrill

„Við erum að horfa á allan kostnaðinn í þessu samhengi, við erum ekki bara að horfa á eitt útigrill. Við tökum svæðið, við hönnum það aðeins, og við látum kannski bekki og borð með. Við viljum ekki einfaldlega kaupa grill og planta því,“ segir Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, í samtali við RÚV.

Þetta mun vera útskýring hans á því hvers vegna verkefni Betri Reykjavíkur eru áberandi og raunar grunsamlega dýr. Líkt og Samstöðin hefur fjallað um í vikunni þá eru fjölmörg verkefni óeðlilega dýr og á það ekki bara við um útigrill. Þetta á við um lítil verkefni svo sem klukku í Nauthólsvík, sem kostar fjórar milljónir, skilti á leiksvæði á sjö milljónir og einfaldur vegvísir í undirgöngum á sex milljónir. Svo eru stærri verkefni þar sem verðmiðinn vekur upp tortryggni almennings, eins og sauna í Sundhöllinni sem á að kosta 39 milljónir.

Sjá einnig: Einföld verkefni óeðlilega dýr í Reykjavík – Fjórar milljónir fyrir klukku: „Verktakar eru að mergsjúga borgin“

Í viðtalinu við RÚV setur Eiríkur Búi þetta sérstaklega í samhengi við útigrill en ástæðan fyrir því er líklega sú að hægur leikur er að finna verðmiðann á þeim og bera saman við áætlaðan kostnað Reykjavíkurborgar. Áætlaður kostnaður á útigrill við Landakotstún er þrjár milljónir króna. Grillið sjálft kostar hins vegar bara 150 þúsund. Það mætti kaupa 20 útigrill fyrir áætlaðan kostnað Reykjavíkurborgar. Það má því segja að 95 prósent af kostnaði við útigrillið sé „hönnun“ Reykjavíkurborgar á svæðinu. Að ógleymdum bekk og borði.

Þessi rándýra „svæðishönnun“ Reykjavíkurborgar er þó misdýr eftir hverfum, því í Vesturbænum er þetta sama grill sagt kosta 6 milljónir.

Sjá einnig: Ótal grunsamlega dýr verkefni í Betri Reykavík: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí