Í íslenskum fjölmiðlum, að þessum hér meðtöldum, einkenndist fimmtudagurinn í gær öðru fremur af viðbrögðum við þeirri ákvörðun matvælaráðherra að framlengja ekki bann við hvalveiðum, sem tók gildi í sumar. Á meðan ríkisstjórnarfundur stóð yfir á Egilsstöðum birtist tilkynning um málið á vef Stjórnarráðsins. Svandís gerði grein fyrir ákvörðuninni í samtölum við fjölmiðla að fundi loknum og síðar sama dag birtist ný reglugerð um veiðarnar, sem setur ný viðmið um framkvæmdina, hvernig hvalirnir eru skotnir, hvaða menntun þykir tilhlýðileg til að skjóta þá og svo framvegis.
Í veröldinni utan fjölmiðla og samfélagsmiðla var líka brugðist við. Samtökin Hvalavinir–Stop Whaling in Iceland efndu til mótmæla við hvalveiðiskip Hvals hf. við Reykjavíkurhöfn. Í tilkynningu frá samtökunum mátti lesa að dagurinn væri sorgardagur: matvælaráðherra hefði ekki notað það tækifæri sem hún hafði til að stöðva áfram hvalveiðar og „Kristjáni Loftssyni er frjálst að fara á veiðar að nýju á morgun 1. sept.“
„Við unum að sjálfsögðu ekki þessari niðurstöðu,“ hélt tilkynning samtakanna áfram, „við mótmælum því að ekki er hlustað á meirihluta þjóðar og dýravelferð, náttúruvernd og mikilvægi hvala fyrir vistkerfi sjávar og gegn loftslagsbreytingum vegi ekki hærra í ákvarðanatöku ríkisstjórnar Íslands.“
Mótmælin hófust klukkan fimm síðdegis. Ólafur Ólafsson myndlistarmaður var á staðnum og tók myndirnar sem hér eru birtar með góðfúslegu leyfi.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.