Krafan var að samningar yrðu nú lausir vegna hárrar verðbólgu

Neysluvísitalan er nú komin í 599,9 stig, yfir það sem iðnaðar- og verslunarmenn vildu að yrði rautt strik í kjarasamningunum seint á síðasta ári. Við gerð samninganna var vísitalað í 560,9 og vildu iðnaðar- og verslunarmenn að samningarnir yrði bundnir við að verðbólgan héldist innan marka á samningstímanum, þannig að ef vísitalað færi yfir 598 yrðu samninagr lausir. Veðrbólgan er nú komin yfir þau mörk. Ef krafa iðnaðar- og verslunarmanna hefði náð fram væru smaningar þar með lausir.

Þar með er ljóst að forsendur samninganna eru brostnar. Kajrabæturnar miðuðust við tiltekna verðbólgu og vaxtastig. Þær forsendur er fallnar. Verðbólgan mun því halda áfram að éta kaupmáttinn í október, nóvember, desember og janúar, umfram það sem samningsmenn gerðu ráð fyrir. Þegar samningamenn koma að borðinu þurfa Samtök atvinnulífsins að byrja á því að bæta launafólki upp verðhækkanir fyrirtækja umfram forsendur síðustu samninga, áður en hægt er að semja um kaupmátt nýs samnings. Miðað við verðbólguna í þessum mánuði er munurinn um 2%. Það er sú hækkun sem þarf að koma til svo bætt sé fyrir brostnar forsendur síðasta samnings,

„Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda,“ skrifaði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í vor. „Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024.“

Í vor var Ragnari ljóst að verðbólgan var að fara yfir þessi markmið. Og þrátt fyrir lækkun á söluverði íbúða, sem dregur neysluvísitöluna niður þótt hún hafi í reynd engin áhrif á verðbólguna, þá er mæld verðbólga komin fram yfir þessi mörk.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí