Mogginn vill losna við Pál Gunnar og skera niður framlög til samkeppniseftirlits

„Sömu­leiðis má ekki standa á svör­um fjár­veit­ing­ar­valds­ins, sem ljós­lega þarf að minnka fram­lög til SKE svo for­stjór­inn, aðstoðarfor­stjór­inn og stjórn­in skilji. Fyrst þarf þingið þó að spyrja mat­vælaráðherra út í fram­göngu hans, því Svandís Svavars­dótt­ir átti þátt í þess­um ólög­mætu gern­ing­um og átti frum­kvæðið að þeim,“ endar leiðari dagsins í Morgunblaðinu, sem er mikið heróp gegn Samkeppniseftirlitinu.

Þótt kannski sé ekki mikið að marka leiðaraskrif Moggans þá endurvarpa þeir oft hug hægrimanna. Að þessu sinni ríkan vilja þeirra til að berja niður samkeppniseftirlit svo eigendur fyrirtækja geti hagað sér eins og þeir vilja og er í hag eigenda fyrirtækjanna en þurfi ekki að beygja sig undir samkeppnisreglur eða -eftirlit. Af orðum þeirra má ætla að almenningi stafi ekki ógn af einokun, fákeppni, okri, samráði og samsæri fyrirtækja um að hækka verð og blóðmjólka almennings heldur af eftirlitsstofnunum.

„Ósvífn­in er engu lík,“ skrifar Mogginn. „Í stað hins aug­ljósa, að Páll Gunn­ar Pálsson, for­stjóri SKE, íhugi stöðu sína eða segi henni lausri eft­ir svo al­var­leg embættisaf­glöp og valdníðslu, þar með tal­in til­raun til að fara fram hjá fjár­lög­um, þá tel­ur hann rétt­ast að senda Alþingi tón­inn um að lög­gjaf­an­um sé holl­ast að íhuga stöðu sína og auka við fjár­fram­lög til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins!“

Og svo: „Það blas­ir við að fyrst for­stjóri SKE er ekki að íhuga stöðu sína, þá þarf viðskiptaráðherra að gera það fyr­ir hann og veita hon­um taf­ar­lausa áminn­ingu.“

Tilefni greinarinnar er úrskurður áfrýjunarnefndar Samkeppnismála um að samningur matvælaráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um rannsókn á eignartengslum í sjávarútvegi stæðist ekki. Eins og Samstöðin hefur bent á var formaður þeirrar nefndar fyrrum starfsmaður útgerðarinnar., sjá hér: Formaður nefndarinnar sem stoppaði rannsókn á útgerðinni starfaði lengi fyrir útgerðina. Og nefndin fer að einu öllu eftir kröfum útgerðarinnar, sem hefur barist gegn því að almenningur sé uppvís að eignartengslum í sjávarútvegi. Grunur leikur á að hann sé miklu meiri en látið er í veðri vaka, að ítök stærstu auðhringjanna, sem kenna má við Samherja og Brim, sé miklu meira en að þessir hringir ráði yfir sitthvorum 12% kvótans, eins og er hámarkið samkvæmt lögum. Líklegra er að þessir tveir auðhringir hafi stjórn á hátt í helming af kvótanum.

Fyrir skömmu sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna og birti úttekt sína á samráði skipafélaganna, Samskip og Eimskip. Þar kom fram nokkuð sem kalla má samsæri gegn þjóðinni. Eigendur fyrirtækjanna okruðu á almenningi og fyrirtækjum svo mjög að þeir gátu eignast fyrirtækin á örskömmum tíma, látið almenning borga þau fyrir sig með stjórnlausu okri.

Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um það mál í Mogganum. Og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lítið sem ekkert tjáð sig um það. Ekki heldur þingmenn Framsóknarflokksins, en Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa, hefur verið helsti fjárhagslegi stuðningsmaður Framsóknar. Ólafur gaf flokknum meira að segja hús.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí