Palestínska konan og börnin hennar eru ekki að fara að taka neitt frá ykkur

„Þetta er skýrt brot gegn Barnasáttmála SÞ og öðrum skuldbindingum þar sem við skuldbindum okkur til að tryggja velferð barna. Ekkert annað skiptir máli. Og jú það er alveg pláss fyrir hana og börnin. Þeir sem eru að væla um plássleysið á samfélagsmiðlum búa langflestir í sínum íbúðum og húsum. Palestínska konan og börnin hennar eru ekki að fara að taka neitt frá ykkur. Eymd fólks og húsnæðisleysi á Íslandi er komin til vegna vanstjórnunar ríkisvaldsins. Nokkrir flóttamenn breyta engu þar um,“ segir Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi hjá Sameinuðu þjóðunum um mál palestínsku einstæðu móðurinnar og átta barna hennar.

Fjölskyldan bíður nú örlaga sinna, fyrirvaralausrar brottvísunar, og fá ekki að vita hvenær hún er fyrirhuguð. „Þrjú barnanna eru veik, en í augum ríkisins skiptir það ekki máli, því það hefur ákveðið að svipta þau mennskunni. Þau sem eru á skólaaldri hafa ekki fengið að ganga í skóla þá mánuði sem þau hafa dvalist hér, sem er skýlaust brot á mannréttindum barnanna,“ segir á Facebook-síðu No Borders.

Blaðamaður Samstöðvarinnar ræddi við Jawaher, palestínsku konuna, um stöðuna, sjá hér: „Þegar stúlkan sér lögregluna koma, þá verður hún ofsalega hrædd“. Þar segist hún bíða þess að lögreglan komi, án fyrirvara, taki þau og færi til Spánar. Enginn veit hvenær lögreglan kemur.

Við ræddum við Helen Ólafsdóttur við Rauða borðið um stöðu konunnar en líka um fyrirætlanir Guðrúnar Hafsteinsdóttur um að reisa hér lokaðar flóttamannabúðir, sem stjórnvöld kjósa að kalla búsetuúrræði með takmörkunum. Helen segir illskiljanlegt fyrir hvern þær búðir ættu að vera því engin ástæða sé til að læsa flóttafólk inni, það stafi engin hætta af því út í samfélaginu. Lokaðar búðir muni verða mjög dýrar í rekstri. Og ómannúðlegar.,

„Önnur grein Mannréttindasáttmála Evrópu bannar niðurlægjandi meðferð (degrading treatment) eða refsingu í málefnum flóttamanna,“ skrifaði Helen í grein á Samstöðinni. „Hins vegar mátti lesa í yfirlýsingar stjórnvalda þegar yfir 50 manns var hent á götuna (og sá fjöldi eykst) að það var í reynd verið að refsa þeim fyrir að sýna ekki samstarfsvilja. Það hefur hins vegar komið fram að margt af þessu fólki hefur enga burði til að snúa til baka. Það er skilríkjalaust og það er í raun fast. Myndum við samþykkja að þrjár konur sem eru fórnarlömb mansals yrðu sviptar frelsi sínu um ókominn tíma? Erum við sem samfélag tilbúin til að kvitta undir skírt brot á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu sem tekur sérstaklega fram að það eigi ekki að svipta viðkvæma hópa frelsinu? Er ekki betra að gefa fólkinu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og leyfa því að vinna frekar en að ráðast í kostnaðarsamt fangelsi sem kemur til með að stefna geðheilsu fólks í hættu?“

Þá vaknar sú spurning hverjum eiga þessar búðir að þjóna ef ekki þessum hópi?“ spyrt Helen. „Hvar er fólkið núna sem bíður þess að vera sent úr landi og hver er forsenda þess að svipta fólk frelsi sem fer sjálfviljugt úr landi? Hvað á fólk að vera lengi í þessum búðum á meðan brottreksturinn er skipulagður? Einn mánuð? Sex mánuði? Nokkur ár?“

Lesa má grein hennar hér: Búsetuúrræði dómsmálaráðherra: Vanhugsaðar fangageymslur fyrir fólk á flótta.

Og sjá má og heyra viðtal við Helen um þessi mál hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí