Rektor kallar eftir sniðgöngu Morgunblaðsins: „Birtir óhikað hatursorðræðu um hinsegin fólk“

Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, hefur óskað eftir því að Morgunblaðið birti ekki viðtal sem tekið var við hana á dögunum. Hún segir í pistli sem hún birtir á Facebook að hún geti ekki hugsað sér það að viðtal við hana birtist í fjölmiðli sem birtir óhikað hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Nánar má lesa um hommahatur Morgunblaðsins hér.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Kristínar í heild sinni.

Ég fékk Moggann inn um lúguna í morgun og ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar ég las þennan pistil.

Hef mikið verið að hugsa um hvað er hægt að gera í þessari holskeflu fordóma, hatursorðræðu og rangfærslum sem dynja á hinsegin fólki þessa dagana. Sjálf hef ég ákveðið að leggja mitt af mörkum sem hinsegin manneskja og foreldri hinsegin barns því ég ætla ekki að sætta mig við að fjölmiðill í aldreifingu birti svona rangfærslur og meiðandi hatursáróður.

Ég ákvað því að hringja í blaðamann á Morgunblaðinu og biðja um að viðtal sem ég fór í hjá Dagmál (netmiðill sem starfar undir MBL) yrði ekki sett í loftið á mánudaginn eins og til stóð. Viðtalið var um starf mitt sem nýr rektor Listaháskóla Íslands.

Ég tók fram að ég vildi ekki og myndi ekki mæta í viðtal hjá fjölmiðli sem dreifir röngum upplýsingum og birtir óhikað hatursorðræðu um hinsegin fólk og bað um að þau skilaboð kæmust áleiðis til ritstjórnar blaðsins.

Lét einnig koma fram að þau mættu birta viðtalið þegar þessar rangfærslur hafa verið leiðréttar og þegar ritstjórn blaðsins hefur myndað sér skýra og afdráttarlausa stefnu í þessum efnum en að ég myndi glöð mæta hvenær sem er til að ræða mikilvægi hinsegin fræðslu og mannréttinda.

Hinsegin fræðsla bjargar nefnilega mannslífum. Það hef ég sjálf upplifað sem ráðvilltur og einmanna hinsegin unglingur.

Fræðumst, upplýsum, berum virðingu fyrir hvort öðru og elskum fólk eins og það er. Þetta er ekki flókið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí