Sakar fyrirtækin um samsæri gegn almenningi

Auðvaldið 2. sep 2023

Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur Eflingar tengir saman samráð skipafélaganna og verðbólguna í færslu á Facebook og setur yfirskrift: Samsæri gegn almenningi.

„Skipafélögin höfðu samráð um langt árabil um það að hækka verð á flutningi vara til landsins, umfram eðlilegt markaðsverð. Þetta var gert til að auka hagnað eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna« skrifar Stefán.

„Það bætti svo í verðbólguna sem rýrði kjör almennings. Síðan koma talsmenn fyrirtækjanna og heimta að launakjör almennings verði lækkuð – til að vinna á verðbólgunni.

Verðbólgan innanlands er þannig að stórum hluta hagnaðardrifin, þ.e. afleiðing ákvarðana atvinnurekenda um að sækja sér aukinn hagnað á kostnað almennings.

Það má líka segja að verðbólga sé afleiðing stéttaátaka milli atvinnurekenda og launafólks, þar sem atvinnurekendur hafa yfirhöndina – nema þegar verkalýðshreyfingin beitir sér af krafti og klókindum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí