Samtök atvinnulífsins tóku þátt í mótun nýrra áforma um að lifa með loftslagsbreytingum

Með skýrslunni „Loftslagsþolið Ísland“ og tengdum aðgerðum virðist Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hafa í hyggju að færa áherslur stjórnvalda frá fyrirbyggjandi aðgerðum gegn hnatthlýnun í átt að aðlögun innviða að þeim. Í því samhengi hefur ráðherrann meðal annars talað um „tækifærin“ sem loftslagsbreytingar geta falið í sér „ef við vinnum rétt úr því.“ Samstöðin greindi frá þessari áherslubreytingu við kynningu skýrslunnar.

Í dag, föstudag, létu Samtök atvinnulífsins (SA) frá sér fréttatilkynningu um aðkomu sína að mótun hinnar nýju stefnu undir fyrirsögninni „Atvinnulífið tók þátt í vinnunni við Loftslagsþolið Ísland“. Þar segir meðal annars: „fulltrúar úr helstu geirum atvinnulífsins tóku virkan þátt í vinnustofum vegna m.a. vatns og fráveitu, samgangna, mannvirkja, skipulagsmála, vátrygginga, fjármálafyrirtækja, orkumála, sjávarútvegs, fiskeldis og ferðaþjónustu.“ Samtökin þakka í tilkynningunni „öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu hönd á plóg í vinnustofum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytins sérstaklega fyrir þeirra mikilvæga framlag til þessa mikilvæga viðfangsefnis.“

Fyrrverandi varaformaður SA var formaður stýrihópsins

Í tilkynningunni eru meðlimir stýrihópsins að baki skýrslunni tilgreindir, þar á meðal Jens Garðar Helgason, formaður hópsins. Þar er ekki tekið sérstaklega fram að Jens Garðar, framámaður í sjávarútvegi og fiskeldi, hefur sjálfur gegnt hlutverki varaformanns SA. Fyrr á þessu ári var víða gert ráð fyrir að hann yrði næsti framkvæmdastjóri samtakanna, en svo fór þó ekki.

Samtökin segja aðlögunaraðgerðir vera nauðsynlegar „vegna hlýnunar loftslags og súrnunar sjávar og því er mikilvægt að horfa til loftslagsþols byggðar, innviða, atvinnuvega o.fl. þátta.“ Af einstökum atriðum í tillögum stýrihópsins tilgreina samtökin sérstaklega þá hugmynd sem þar kemur fram, að „skipuð sé ein stýrinefnd sem falin er ábyrgð og umboð til gerðar beggja áætlana ráðuneytisins vegna loftslagsaðgerða, þ.e. aðgerðaráætlun í loftslagsmálun og landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum.“ Það er að segja, að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum verði stýrt af sömu aðilum og gera ráð fyrir að breytingarnar muni eiga sér stað og stýra aðlögun landsins að þeim.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí