Segir að verktaki hafi reynt að bera á sig mútur

„Það þarf að stöðva þessa vitleysu. Íslandi er stundum líkt við Sikiley, hér er nándin svo mikil og menn þora ekki að stíga fram. En ég er bara þannig gerður að ég er kjarkaður, ég óttast engan og ekkert og hef aldrei gert,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg í Heimildinni, en þar greinir frá því að annar eigandi Sigtúns, eiganda nýja miðbæjarins á Selfossi, hafi reynt að múta sér.

Með frétt Heimildarinnar er birt mynd af Leó Árnasyni, annars eiganda fasteignafélagsins Sigtúns, með efnisatriðum tilboðsins sem Tómas Ellert hafi verið sett fram til að fá hann til að falla frá því að bærinn gerði tilboð í gamla Landsbankahúsið á Selfossi. Sem bærinn gerði ekki tilboð í og Sigtún keypti. Hinn eigandi Sigtúns er Kristján Vilhelmsson, stofnandi og útgerðarstjóri Samherja.

Í Heimildinni segir að út frá tilboðinu og samhengi málsins sé ljóst að Sigtún ætlaði sér að greiða hluta kostnaðar við kosningabaráttu Tómasar og Miðflokksins og hefði flokkurinn því sparað sér þennan kostnað sjálfur. Því var um tilboð um fjárhagslegan stuðning að ræða. „Þeir ætluðu bara að tryggja það að Miðflokkurinn myndi eiga fulltrúa í næstu bæjarstjórn,“ segir Tómas. Í staðinn átti Miðflokkurinn að styðja það að „Sv. Árborg fellur frá kaupum“, á húsi Landsbankans, eins og segir í tilboðinu.

Í samtali við Heimildina, aðspurður um fundinn og orð Tómasar um hann, segir Leó að hann hafi aldrei boðist til að hjálpa frambjóðanda í kosningum gegn því að fá eitthvað í staðinn. Hann hafi stutt frambjóðendur úr öllum flokkum, bæði í Árborg og í Suðurkjördæmi. „Ég hef hjálpað mönnum í kosningabaráttu oft. Bæði í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsókn og ég hef aldrei beðið menn um eitthvað sérstakt í staðinn. […] Þetta er ekki eins og ég man það. […] Ég er ekki að múta mönnum.“ 

Lesa má frétt Heimildarinnar hér: Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning

Myndin er úr myndbandinu sem Tómas Ellert tók af Leó og efnisatriðum tilboðsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí