„Trigger dagsins í boði Vísis. Þessi samsetta mynd stingur í öll sárin. Og what the fuck!?! Af hverju fær Sigríður Á. Andersen drottningarviðtal um mál Robert Downey og uppreista æru!? Var ekki hægt að finna einhverja aðra manneskju sem væri aaaaðeins minna trigger fyrir þolendur og bæri örlítið meiri virðingu fyrir baráttu okkar í #höfumhátt? Það hefði til dæmis verið góð hugmynd að tékka á einhverju okkar í #höfumhátt. Við erum að tala um siðblinda barnaníðinga sem misnotuðu okkur sem börn.“
Þetta skrifar Anna Katrín, ein af baráttukonum #höfum hátt og þolandi hins alræmda Robert Downey, á Facebook í gær. Hún ferð hörðum orðum um viðtal sem Vísir birtir í gær við Sigríði A. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið er um barnaníðsmálið sem felldi síðustu ríkisstjórn en ljóst er að framganga Sigríðar spilaði stóran sess í því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar féll á svo að segja mettíma. Til að setja það í samhengi þá því máli að þakka að Bjarni Benediktsson er sá eini forsætisráðherra í manna minni sem ekki náði að halda áramótaávarp forsætisráðherra.
Anna Katrín heldur áfram og segir að Sigríður sé meðvitað að reyna að fegra sögu sína, og það með aðstoð Vísis. „Sigríður Á. Andersen hélt meðvitað gögnum leyndum frá okkur í #höfumhátt á þeim forsendum að þau væru trúnaðargögn EN þar sem vinur hennar Bjarni Benediktsson flokkaðist greinilega ekki undir sama hatt og við þá lét Sigríður hann vita hvað gögnin innihéldu og ÞAR af leiðandi sprakk ríkissjórnin vegna trúnaðarbrests Sigríðar sjálfrar!,“ skrifar Anna Katrín. Hún vitnar svo í orð sem Sigríður lét falla í podkastinu Eftirmálar: „Greip um sig ofboðsleg geðshræring“ og „Þetta var fjörugt sumar frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Anna Katrín.
Anna Katrín heldur svo áfram og skrifar: „Grey Sigríður brá mjög mikið og henni sárnaði þegar forsetinn okkar Guðni „lét út úr sér að þessir menn væru best geymdir í fangelsi og það ætti að læsa klefanum og henda lyklinum“. Sigríður nefndi ekkert okkar þolanda úr #höfumhátt á nafn né talar um nafn byltingarinnar – hún nefnir eingögnu #metoo byltinguna. Hún notar orð eins og „þá vildu menn eða einhverjir vildu fá að vita… „ Þetta er svo lýsandi fyrir viðhorf hennar til okkar þolenda. Og ekki gleymir hún að minnast á hversu saklausir meðmælendur barnaníðingana eru – sérstaklega aldraður faðir Bjarna Ben.“