Auglýsing VG höfð að háði og spotti: „Ekkert vinstri ekkert grænt, hvernig væri að skipta um nafn?“

Það er ekki beint hægt að segja að Vinstri græn hafi átt sjö dagana sæla, þó að margir myndu segja það væru heimabökuð vandræði. Ný skoðanakönnun í Reykjavík bendir til þess að flokkurinn sé einfaldlega að þurrkast út í borginni. Þetta er því rétti tíminn fyrir flokkinn til að reyna að sannfæra gamla kjósendur um ágæti VG og birta eina auglýsingu á Facebook.

Það hefur ekki gengið betur en svo að af þeim ríflega tvö hundruð manns sem hafa sett einhvers konar viðbrögð við færslunni, þá eru einungis um 20 sem setja ekki annað hvort reiða karlinn eða þann sem er að hlægja. Með öðrum orðum dettur fólki helst hlátur í hug þegar það les auglýsingu VG, en sá texti hljóðar svo:

„Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði hefur undanfarin ár verið treyst til að takast á við stórar áskoranir með hagsmuni almennings að leiðarljósi og undir því trausti höfum við staðið. Í síðustu kosningum fékk ríkisstjórnin skýrt endurnýjað umboð og gerði með sér sáttmála um áframhaldandi samstarf. Við höfum verið einhuga um að rísa undir því trausti og þeirri ábyrgð að vinna fyrir fólkið í landinu.“

Svo má ekki gleyma athugasemdunum en ekkert þeirra er jákvætt í garð flokksins. „Ekkert vinstri, ekkert grænt, hvernig væri að skipta um nafn? ,“ spyr einn meðan annar, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar: „Nei, ríkisstjórnin fékk ekkert skýrt umboð. Hættið að tönnlast á því. Framsókn fékk skýrt umboð, aðallega á kostnað Miðflokksins. Án þess væri ríkisstjórnin ekki til staðar.“

Sá þriðji útskýrir í nokkuð löngu máli hvers vegna flestir kjósendur hafa snúið bakinu við VG: „Enginn sem kaus VG vildi sjá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn og því síður Bjarna Ben í fjármálaráðuneytinu. Og ástæðan er einfaldlega sú að sú landlæga spilling sem fylgir þessum flokki er eitur í æðum þjóðfélagsins. […] Mér hefur lengi verið fyrirmunað að skilja hvernig pólitíkusar VG megna að komast í gegnum daginn, það er ekki að ástæðulausu að Dante skipaði fólki sem hagar sér svona í níunda hring helvítis.“

Að lokum má nefna einn mann í viðbót sem er með nokkuð styttri skilaboð til VG: „Treysti ykkur ekki.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí