Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segist fokillur eftir hafa orðið fyrir barðinu á bífrænum þjófi með nokkuð undarlegan smekk hvað þýfi varðar. Rúnar segir að blómum sem eiginkona hans, Nicky, hafði stritað við að planta við blokkina þeirra hafi verið stolið. Þjófurinn tók einungis bóndarósirnar, en þó hann hefði rifið dalíurnar upp úr beðinu þá hafði hann þær ekki með sér.
„Mikið getur fólk verið sjálfselskt. Það er oft sem ég verð reiður er nú nú er mælirinn fullur. Nicky eiginkona mín hefur yndi að því að gera garðinn hjá blokkinni fallega og stritar við það halda honum fallegum allt sumarið myrkranna á milli þar til henni dauðverkjar í líkamann. Þetta sjá allir sem hér koma reglulega hvort sem er í heimsókn, vinnu eða ganga framhjá. Það er augljóst að þjófurinn þekkir aðstæður vel og vissi alveg hvar plönturnar voru,“ segir Rúnar á Facebook.
Hann segir Nicky eðlilega miður sínir yfir þessu. „Það er því skiljanlegt að Nicky hafi hágrátið þegar hún komi að beðunum þannig að búið sé að ræna öllum bóndarósunum og dalíurnar liggja út um allt eins og rusl. Ég bara gat ekki fundi það í mér að biðja hana um hreyfa ekki við þessu fyrir en ég væri búinn að taka myndir svo ég tók engar myndir af þessari slátrun og þjófnaði,“ segir Rúnar.
Þó þessi glæpur sé nokkuð undarlegur þá segir Rúnar að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að við sjáum fólk stela blómum með því að grafa þau upp en hingað til höfum við ekki sagt neitt. Nú vitum við ekki hvort það sé sama fólk eða einhver annar.Ég vona að þetta berist til þjófanna og að þau njóti blómanna.“