Draumur Jónasar um bófaflokkinn fer að rætast

Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV um áratugaskeið, lést árið 2018 en það má segja að nú fimm árum síðar sé draumur hans loksins að rætast. Í pistlum sínum kallaði Jónas Sjálfstæðisflokkinn ávallt bófaflokk sem þyrfti að fara undir 20 prósent í fylgi, svo nokkur von væri á því að hér gæti risið sómasamlegt þjóðfélag.

Þessi draumur Jónasar er við það að rætast, Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með undir 20 prósent fylgi í hverri skoðanakönnun á eftir annarri. Allt niður í um 17 prósent í könnun Maskínu í ágúst. Svo verðum við að bíða og sjá hvort þetta verður niðurstaðan í næstu kosningum en í ljósi þess hve gífurlega óvinsæl ríkisstjórnin er þá má telja það frekar líklegt.

Ómar Óskarsson deildi í gær á Facebook einum af pistlum Jónasar um þetta þennan draum. Hann hljóðar svo:

„Niður í 20% fylgi

Sumir lesendur eru ósáttir við orðaval mitt um Sjálfstæðisflokkinn og framapotara þar í flokki. Hef þó oft skýrt, hvers vegna ég kalla flokkinn bófaflokk, formann flokksins og borgarstjóraefnið kalla ég fjárglæframenn. Þeir, sem þekkja fyrri skrif mín um þessi mál, skilja, hvað ég á við. Nenni ekki að flytja dæmin aftur og aftur. Höfum bara á hreinu, að ég er að tala um bófaflokk og fjárglæframenn. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur, heldur bófaflokkur, sem rekur stjórnsýsluna eins og þjófræði í eigu mafíu. Allt væl um von í ríkidæmi allrar þjóðarinnar er dæmt til að vera píp, unz bófaflokkurinn er dottinn í 20% fylgi.“

Svo er einn Sjálfstæðismaður sem gerir athugasemd við þessi skrif, Stefán Einar Stefánsson, sem er í daglegu tali yfirleitt kallaður siðlausi siðfræðingurinn. Hann var formaður VR þar til honum var bolað út eftir að hafa reynt að troða kærustu sinni, Söru Lind Guðbergsdóttur, í starf sem hún var á engan hátt hæf til að sinna. Það vill svo til að Bjarni Benediktsson endurtók þann sama leik á dögunum og skipaði hana sem forstjóra Ríkiskaupa. Þar hefur hún rekið allt hæfasta fólkið og þykir enn og aftur engan vegin hæf til að sinna starfi sínu.

Stefán notar vinsæla aðferð meðal sumra í dag til að svara gagnrýni Jónasar sem skrifuð var fyrir ríflega áratug. Hann svarar ekki efnilega heldur kvartar undan kurteisi: Hann skrifar: „Það er engin ástæða til að taka mark á svona gífuryrðum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí