Edda vill að þjóðin fái arðinn af auðlindum sínum: „Rennur að mestu til fárra auðmanna“

„Við gætum byggt skóla, spítala, göng, leikhús, fótboltavelli, bókasöfn, klifurgarða, sundlaugar, brýr og fullt fleira fyrir arðinn af auðlindunum okkar, ef hann rynni ekki að mestu til fárra auðmanna. ÉG DEILI ÞESSU ÞVÍ ÉG VIL ÞJÓÐIN FÁI ARÐINN AF AUÐLINDUM SÍNUM OG NÝJA STJÓRNARSKRÁ!“

Þetta skrifar leikkonan ástsæla, Edda Björgvinsdóttir, á Facebook í gær en óhætt er að segja að þessi stutta færsla hafi hitt í mark hjá þjóðinni. Á einum sólarhring hafa tæplega þúsund manns lækað hana og um 400 manns deilt henni.

Enda eru þetta engar ýkjur hjá Eddu. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur benti á þetta í viðtali á Samstöðinni á dögunum. Hann vísaði til Noregs þar sem um 80 prósent af auðlindarentunni af olíunni rennur til ríkins, og þannig þjóðarinnar, meðan 20 prósent rennur til þeirra sem hafa tímabundið leyfi til að gera út á olíuna. Á Íslandi er þessu snúið á hvolf, hér rennur einungis 10 prósent af auðlindarentunni af fisknum til ríkisins meðan örfáar hræður fá 90 prósent. Þessar örfáau hræður líta svo á að þær eigi auðlindina en séu ekki einungis með tímabundið leyfi til að gera út á sjóinn.

Hér fyrir neðan má horfa á Þorvald útskýra þetta nánar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí