Hlandlyktin í Mjóddinni komin til að vera

Það verður seint sagt um Óla Jón Hertervig, skrifstofustjóra eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar, að hann vinni á leifturhraða. Auglýsing sem hann lofaði fyrir mánuði að myndi birtast eftir helgi, var í dag loksins að líta dagsins ljós. Í henni auglýsir Reykjavíkurborg eftir rekstraraðila til að sjá um stærstu biðstöð Íslands í Mjódd, eftir að það kom í ljós að fyrri rekstaraðilum var það um megn að halda úti svo mikið sem klósetti fyrir farþega. Þetta þýðir að farþegar Strætó mega búast við því að þeir geti kastað af sér vatni í salerni, en ekki á víðavangi, eftir um fjögur ár. Því síðast tók það svo langan tíma að finna rekstraraðila, og honum var um megn að halda úti salerni líkt og fyrr segir.

Málið má rekja til þess þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á því að skiptistöðin í Mjódd í Breiðholtinu er ekki opin í takt við ferðir Strætó. Salernin hafa svo verið lokuð í lengri tíma og er óneitanleg ólykt við stöðina. Sú lykt er komin til að vera.

Samkvæmt því gífurlega óskilvirka kerfi sem stjórnendur borgarinnar halda að sé það eina rétta, þá munu líða mörg ár þangað til Mjöddin losnar við hlandlyktina. Það var árið 2015 sem borgin auglýsti síðast eftir rekstraraðila en fyrsta tilboð barst ekki fyrr en fjórum árum síðar. Og það sem meira er þá voru engin skilyrði í þeirri auglýsingu hvað varðar opnunartíma né salernismál. En núna mundi Óli Jón eftir þeim. Hvað ætli það verði mörg ár þangað til að nokkur svarar þessari nýju og ítarlegri auglýsingu Óla Jóns?

Þarf landlyktin í Mjóddinni að vera ein af þessum leiðinlegu staðreyndum sem fylgir því að búa á Íslandi, svona eins og lægðirnar á haustin? Nei, að vísu er til lausn við þessu. Lausn sem margir sem eru komnir til ára sinna kannast kannski við, að Reykjavíkurborg sjái einfaldlega sjálf um þennan rekstur. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, benti á þetta á dögunum:

„Strætó er þjónusta sem borgin ber ábyrgð á. Með því að útvista ábyrgðinni til lægstbjóðandi fyrirtækja er verið að koma sér undan ábyrgð. Lóðin og húsnæðið er í eigu Reykjavíkur, og það er skylda okkar að þjónusta og sinna borgarbúum sem nýta sér þjónustu hennar. Sú tillaga var felld af meirihlutanum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí