Íbúum hryllir við 11 ný hótel í Reykjavík: „Hvar ætla þau að finna starfsfólk og hvar á það fólk að búa?“

Í Morgunblaðinu í gær mátti sjá skælbrosandi borgastjóra, Dag B. Eggertsson, tilkynna enn fleiri hótel í Reykjavík. Svo virðist sem Dagur hugsi ekkert út í afleiðingar þess af bæta við samtals 11 nýjum hótelum, flestum í nágrenni við miðbæinn, ofan á öll þau ótal hótel sem þar eru fyrir. Það gera þó íbúar í miðbænum            ef marka má umræðu innan Facebook-hóps þeirra. Þar er bent á að öll þessi hótel munu þurfa starfsfólk, sem verður væntanlega aðflutt og fái greitt smánarleg laun. Það hefur reynslan sýnt öllum sem vilja sjá.

Því spyrja íbúar einfaldlega hvar á þetta starfsfólk að búa og mun þetta ekki einfaldlega búa til enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaði, sem er við það að springa. Einn íbúi í miðbænum vekur athygli á þessu og skrifar:

„11 ný hótel í Reykjavík á næstu árum með þúsundir herbergja!! Það á greinilega enn að fjölga ferðafólki hér í borg eins og það sé ekki nóg fyrir. Hvar ætla þau að finna starfsfólk og hvar á það fólk að búa? Væntanlega verður margt af því starfsfólki aðflutt og þarf þá húsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem skapar enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Þar að auki, störfin sem skapast flokkast þau ekki flest sem láglaunastörf? Er fjölgun ferðafólks og láglaunastarfa til bóta fyrir samfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu? Hvað finnst ykkur?“

Aðrir íbúar taka undir, líkt og einn sem skrifar: „Mér finnst þetta sturlað. Hvar á starfsfólkið að búa og hvernig á það að fjármagna leiguna. Svo lika hvar á að leggja bílaleigubílunum í bænum. 300 ný herb í Skúlagötu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí