Kvótaprinsinn sem ætlaði að berja Seðlabankastjóra fær ríflega 200 milljónir

Baldvin Þorsteinsson, nýr stjórnarformaður Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, er líklega skýrasta dæmið um hvernig kvótakerfið býr til nýja stétt nokkurs konar lénsherra á Íslandi. Í stað þess að arður af auðlind þjóðarinnar renni í sameiginlega sjóði, líkt og til að mynda í Noregi, þá rennur sá peningur beint í vasa barna kvótakónga. Þessi stétt, sem er ekki fjölmenn, fer að mestu huldu höfði á Íslandi, en Baldvin er þar undantekningin.

Ástæða þess er fyrst og fremst eftirminnilegt atvik á Alþingi árið 2019 en þá munaði hárbreidd að Baldvin gengi í skrokk á þáverandi seðlabankastjóra, Má Guðmundssyni. Þetta var stuttu eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hafði ekki haft heimild til að leggja stjórnvaldssekt á Samherja. Að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hugðist Már taka í höndina á Þorsteini. Það tókst þó ekki því Baldvin varð óður og öskraði: „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu.“  Kolbeinn Óttarsson Proppé, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, þurfti að grípa inn í og koma á milli þeirra tveggja.

En Baldvin hefur það gott í dag. Á dögunum greindi Heimildin frá því að hluthafar Samherja munu greiði sér út rúmlega einn milljarð króna í arð á þessu ári. Stofnendur fyrirtækisins, Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson, hafa fært eignir sínar yfir á börnin sín, sem eru nú langstærstu hluthafar fyrirtækisins.

Börn Þorsteins, Baldvin og Katla, eiga þannig 49 prósent í Samherja og má því lauslega reikna með því að hvort um sig fái ríflega 200 milljónir króna í arfgreiðslur á þessu ári. Þau tvo fá því um hálfan milljarð sem í Noregi myndi renna í heilbrigðiskerfið eða önnur sameiginleg gæði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí