Sanna langvinsælasti borgarfulltrúinn

Í borgarvita Maskínu er fólk spurt hvaða fultrúi í borgarstjórn Reykjavíkur því finnist hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. 19,2% nefna Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista, en aðeins 13,0% Dag B. Eggertsson borgarstjóra Samfylkingarinnar og 11,2% Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Einar Þorsteinsson, tilvonandi borgarstjóri Framsóknar, lendir í níunda sæti. Aðeins 6,0% nefna hann.

Sanna nýtur besta stuðningsins úr sínu baklandi. 90% Sósíalista nefna Sönnu sem þann borgarfulltrúa sem hefur staðið sig best en aðeins 47,2% Samfylkingarfólks nefnir Dag og 50,5% Sjálfstæðisflokksfólks nefnda Hildi.

Staða borgarstjórans tilvonandi, Einar Þorsteinssonar, er sérlega veik. Framsókn hefur misst 2/3 hluta af fylginu sem hann fékk vorið 2022. Fáir eru ánægðir með Einar og meirihlutinn sem hann er að fara leiða nýtur trausts aðeins 14,7% borgarbúa. Hann er maður með litlar vinsældir í flokki með lítið fylgi sem er að fara að leiða meirihluta með lítið traust.

Þetta er þriðji borgarviti Maskínu á þessu kjörtímabili og hefur Sannað verið efst á þessum lista í öll skiptin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí