„Hvað þurfa margir að deyja áður en það eru gerðar lágmarkskröfur?“

„Það hljómar dramatískt að spyrja, en það er engu að síður réttmætt í ljósi alls: Hvað þurfa margir að deyja eða slasast áður en það eru gerðar lágmarkskröfur þegar einhverjum fyrirtækjum er leyft að grafa í sundur gangstéttirnar?“

Svo spyr Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, á Facebook en fyrr í dag vakti hann athygli á því að gangstéttin fyrir utan húsið hans væri öll sundurskorin, án þess að ráðstafanir væru gerðar vegna barna.

„Gangstéttirnar við götuna sem ég bý við voru í sumar skornar í sundur svo hægt væri að leggja ljósleiðara við hlið fullkomlega nothæfa ljósleiðarans sem fyrir var í götunni. Síðan hafa stéttirnar verið hálfsteyptar og hálfmalarlagðar. Fyrir helgi mættu svo verktakar á vegum Mílu og settu upp keilur og borða og lokuðu fyrir alla gangandi umferð um stígana. Beggja vegna götunnar. Alla leið meðfram Langholtsvegi frá Skeiðarvogi að Gnoðarvogi,“ skrifar Aðalsteinn.

Hann segir þetta ástand í raun stórhættulegt. „Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að gera t.d. börnunum mínum kleift að komast til og frá skóla og frístunda á meðan. Ég get ekki lagt nóga áherslu á hversu hættulegt þetta ástand er fyrir alla þá sem fara gangandi eða hjólandi. Börnin mín hafa engan annan valkost en að labba og hjóla á myrkvuðum Langholtsvegi,“ segir Aðalsteinn.

Hann segist hafa kvartað undan þessu en svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á hann. „Ég sendi erindi í gær á bæði Reykjavíkurborg og Mílu og spurði hvort þetta væri í samræmi við útgefið framkvæmdaleyfi. Í gær fékk ég svar frá borginni um að rætt yrði við verktaka, en engar úrbætur höfðu verið gerðar í morgun. Ég fékk líka svar frá Mílu þar sem mér var sagt að þetta væru framkvæmdir og að þær myndu klárast,“ segir Aðalsteinn.

Hann segir þetta einfaldlega glatað ástand. „Míla segist hafa leyfi til að haga framkvæmdinni svona. Hversu glatað er að búa í borg þar sem annað hvort Reykjavík er slétt sama um að hægt sé að komast af heimili sínu án þess að labba úti á götu eða þar sem eitthvað fyrirtæki fær bara að komast upp með að grafa í sundur gangstéttar og loka af því það hentar þeim.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí