Rússneskur listamaður dæmd í sjö ára fangelsi fyrir mótmæli gegn stríðinu í Úkraínu

Listamaður frá Pétursborg, Aleksandra „Sasha“ Skochilenko, var nú á fimmtudag dæmd til sjö ára fangelsis fyrir mótmælagjörning gegn innrásarstríði Rússlands í Úkraínu. Gjörningurinn fólst í því að skipta á fimm verðmiðum í matvöruverslun og miða þar sem viðskiptavinir verslunarinnar voru hvattir til að standast áróður fjölmiðla og stöðva stríðið.

Dæmd fyrir að dreifa falsupplýsingum

Á einum miðanna mátti lesa, að því er fram kemur í frétt The Guardian um málið: „Pútin hefur logið að okkur af sjónvarpsskjám í 20 ár. Afleiðing þessara lyga er fúsleiki okkar til að réttlæta stríðið og tilgangslaus dauðsföll.“ Á öðrum miða mátti lesa: „Rússneski herinn varpaði sprengjum á listaskóla í Mariupol. Um 400 manns höfðu leitað skjóls þar inni.“ Það var fyrir einu og hálfu ári síðan, í mars árið 2022.

Skochilenko var gefið að sök, og sakfelld fyrir, að hafa þannig „af ásetningi dreift falsupplýsingum um rússneska herinn.“ Lagaákvæðið sem ákæran og sakfellingin byggja á, grein 207.3, var bætt við hegningarlög Rússlands með hraði í kjölfar innrásarinnar, í febrúar 2022. Þyngsta refsing við brotum á þessu ákvæði laganna er 10 ára fangelsi.

Brothætt ríki ef því stafar hætta af fimm bréfmiðum

Í lokayfirlýsingu Skochilenko til réttarins á fimmtudag spurði hún: „Hversu brothætt er trú saksóknara á þetta ríki og þetta samfélag, ef hann heldur að ríkinu sjálfu og almannaöryggi stafi hætta af fimm bréfmiðum?“ Hún sagið einnig: „Þrátt fyrir að vera á bakvið rimla er ég frjálsari en þið. Ég er ekki hrædd við að vera frábrugðin. Kannski er það þess vegna sem ríkið mitt er svo hrætt við mig og mína líka og heldur mér í búri eins og hættulegu dýri.“

Í umfjöllun Amnesty International um málið kemur fram að 750 manns í Rússlandi Rússa sæti ákærum fyrir andstöðu sína við stríðið, í krafti fyrrnefnds ákvæðis hegningarlaga, greinar 207.3. Fjöldi þeirra sem hefur verið refsað fyrir smærra brot, nefnt að „grafa undan trúverðugleika hersins“ er yfir 8.000 manns, að sögn samtakanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí