Hundruð íbúða breytt í gistiheimili í Reykjavík

Á undanförnum árum hefur nokkur hundruð íbúða verið breytt í gistiheimili í Reykjavík. Jafnframt eru fjölmörg fjölbýlishús í og umhverfis miðborgina rekin sem eiginleg gistiheimili þar sem flestar íbúðirnar eru í eigu svokallaðra „apartments“ fyrirtækja og eingöngu leigðar út til ferðamanna í gegnum bókunarsíður líkt og booking.com og hotels.com. Þessi mikli fjöldi af bæði nýrri og eldri íbúða sem tekin hefur undir gististarfssemi er að mestu leyti til hliðar við þann gríðarlega fjölda íbúða sem sem leigður er í gegnum heimagistingavefi líkt og airbnb.com og vrbo.com

Við nokkuð hraða yfirferð tókst blaðamanni Samstöðvarinnar að skrá eitt hundrað heimilisföng í Reykjavík þar sem húsnæði hefur að mestu eða öllu leyti verið tekið undir gistingu fyrir ferðafólk. Gróflega áætlað er um að ræða fjögur til fimm hundruð íbúðir sem ætlaðar voru til fullrar búsetu íbúa en er núna eingöngu nýttar fyrir ferðafólk.

Nettó viðbót á íbúðarhúsnæði fyrir almenning ein sú lægsta í sögunni

Á síðustu misserum hefur borgarstjórn Reykjavíkur básúnað mikið um hetjulega framgöngu sína við uppbyggingu íbúða fyrir almenning en nú hefur komið á daginn að mjög stór hluti þess húsnæðis hefur aldrei verið í boði fyrir almenning. Það gerist á sama tíma og íbúðir sem áður hýstu fjölskyldur hafa verið teknar undir gististarfssemi og þannig ættu þær með réttu að dragast frá þeim fjölda íbúða sem sagðar eru bætast við íbúðaflóru borgarinnar.

Þrátt fyrir að tekist hafi ágætlega upp við húsnæðisframleiðslu á nýloknu en skammvinnu uppbyggingarskeiði þá hefur fjöldi þeirra íbúða sem ekki eru nýttar sem heimili fyrir íbúa borgarinnar margfaldast. Á árunum 2016 – 2022 voru byggðar sex þúsund íbúðir í Reykjavík sem er þriðja mesta uppbyggingarskeiðið í sögu borgarinnar. Þrátt fyrir auðlegð samtímans, tvöföldun íbúa, fordæmalausan húsnæðisskort og gífurlega framvindu í byggingageiranum hefur þó ekki tekist að jafna húsnæðisuppbyggingu á sjöunda og áttunda áratugnum.

Hér má lesa um uppbyggingaskeiðin í Reykjavík.

Hæsta hlutfall af íbúðum í skammtímaleigu í Evrópu

Um þessar mundir eru tvö þúsund og fjögur hundruð íbúðir í Reykjavík falar á skammtímaleigumarkaði og mörg hundruð íbúðir að auki nýttar undir gististarfsemi lögaðila á gistiheimilum og hjá íbúða-fyrirtækjum. Það þýðir að nettó viðbót íbúðarhúsnæðis fyrir íbúa borgarinnar á árunum 2016 – 2022 er eins sú minnsta á liðnum hundrað árum. Aðeins á eftirhrunsárunum 2009 – 2015 og á tímum seinni heimstyrjaldarinnar var nettó viðbót af húsnæði minni, en vel að merkja þá var íbúafjöldi borgarinnar langtum minni eða íbúum hreinlega fækkaði. En íbúum borgarinnar hefur fjölgað mikið og margir hírast því núna í dauðagildrum iðnaðarsvæðanna eins og alþjóð veit.

Hundruð íbúða teknar af markaðnum

Það er því ljóst að á meðan að borgarstjórn básúnaði um glæsta tíma í húsnæðismálum borgarinnar og hélt hvern kynningarfundinn á eftir öðrum um uppbyggingu á húsnæði var verið að moka út íbúðum til lögaðila og veita þeim rekstrarleyfi fyrir gististarfsemi í nýjum og eldri íbúðum.

Hér að neðan getið þið séð myndir af eitt hundrað heimilsföngum í borginni þar íbúðarhúsnæði er að mestu eða öllu leyti aðeins notað fyrir ferðamenn, …en almennir íbúar afþakkaðir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí