Einkavæðing á mat barna í Reykjavík bæði dýr og skilar óæti

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins kalla eftir því að innvista á ný alla maltíðarþjónustu í leik- og grunnskólum borgarinnar. Þetta kemur fram í breitingartillögum flokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Tillagan snýst um að Reykjavíkurborg hætti að útvista þessari þjónustu til einkafyrirtækja, en sú stefna hefur í raun beðið skipbroti. Fjöldi dæma eru um það svo sem hvað varðar snjómokstur, sorphirðu eða salernisþjónutu fyrir farþegar Strætó, svo nokkur dæmi séu nefnd.

„Starfsfólk verði beinráðið af borginni til að matreiða máltíðir fyrir börnin. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að leiða þessa vinnu með skóla- og frístundasviði og öðrum innan borgarinnar eftir því sem við á,“ segir í breytingatillögu Sósíalista en þess má geta að forusta verkalýðshreyfingarinnar hefur mótmælt þessari stefnu, sem hvorki virðist skila betri þjónustu né vera nokkuð ódýrari en gamla leiðin. Til marks um það má nefna nýlegan pistil eftir Hafstein Karlsson og Þórarinn Eyfjörð þar sem þeir hvöttu Reykjavíkurborg til þess að stöðva einkavæðingu opinberrar þjónustu, svo sem rekstur eldhúss.

Borgarfulltrúi Sósíalista, Andrea Helgadóttir, færði frekari rök fyrir þessu í ræðu vegna málsins. „Samkvæmt okkar heimildarmönnum sem allir eru stjórnendur leikskóla er það annars vegar þeirra eigið kostnaðarmat að það yrði dýrara að útvista heldur en að halda áfram að reka framleiðslueldhús, og hins vegar hafa þau upplýst um að það sé alls ekki sparnaður sem sé markmiðið þegar útvistun hefur verið valin. Í þeim tilfellum hafi það verið allt aðrir þættir, hæst ber erfiðleika við mönnun á móti forföllum, og flóknar fæðuþarfir svo sem vegna ofnæmis, eða fjölbreyttari lífsstílsvenja nútíma íslendinga,“ sagði Andrea og bæti við:

„Við þessu er hægt að bregðast án þess að hlaupa undir pilsfaldinn á útvistunarstefnu. Útvistun er dýrari, því kostnaður af henni er ekki aðeins falinn í útlögðum peningakostnaði aðkeyptrar þjónustu, heldur á allan mögulegan máta sem við höfum ekki rétt á að skrifa opinn tékka uppá.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí