Á von á miklu meira hrauni í eldgosum framtíðarinnar á Reykjanesinu

Magn hrauns í líklegum eldgosum á Reykjanesskaga næstu ár gæti orðið miklu meira en verið hefur í gosum undanfarið.

Þetta kom fram hjá Magnúsi Tuma Guðmunds­syni, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, á íbúafundi Grind­vík­inga í Laug­ar­dals­höll í gær­kvöld. Hann vísar til sögu jarðelda á Reykjanesskaga máli sínu til stuðnings.

Margir Grindvíkingar vilja uppkaup eigna sinna eins og skot. Aðrir ala þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fram kom á fundinum í gær að ef allt þróast eins og best gæti orðið er möguleiki að þeir sem vilja búa áfram í Grindavík komist aftur heim en varla fyrr en næsta sumar.

„En ég vísa til sög­unn­ar. Ef þetta verður eitt­hvað svipað þá á eft­ir að gjósa þarna og koma miklu meira hraun upp, ef þetta ætl­ar að hegða sér eins og fyrri at­b­urðirn­ir,“ sagði pró­fess­or­inn um umbrotin.

Erfitt er að spá fyrir um hvar kvika brýst næst upp en landris er aftur hafið í Svartsengi og má telja líklegt að næsta eldgos brjótist út á næstu vikum. Virkur kvikugangur er undir Grindavík. Urðu straumhvörf þegar hraun rann inn í Grindavíkurkaupstað á sunnudag.

Magnús Tumi hefur áður í viðtölum við fjölmiðla bent á hve mikilvægt það er að vísindamenn sýni varkárni í ummælum er kemur að þessum náttúruhamförum. Telja fundargestir sem Samstöðin hefur rætt við að að orð prófessorsins á fundinum í gær beri að skoða í ljósi þess. Ástandið sé mjög alvarlegt.

Ekki er gefið að aðrar byggðir sem standa á viðkvæmum stöðum nálægt umbrotasvæðinu sleppi við jarðeldaógnina í framtíðinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí