Besta handboltalandslið Íslandssögunnar á leik

Íslenska landsliðið sem hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi á morgun er besta karlalið sem þjóðin hefur eignast.

Þetta segir handboltaþjálfari Fram, Einar Jónsson, í viðtali í sjónvarpsþættinum Maður lifandi á Samstöðinni sem sýndur verður klukkan 16 í dag.

Væntingar hafa sennilega aldrei verið meiri til árangurs landsliðsins en nú. Markmiðið er að komast í úrslitaleik EM sem myndi tryggja beinan rétt til þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar.

Fyrsti leikurinn er gegn Serbíu á morgun. Aðrir andstæðingar okkar í riðlakeppninni eru Svartfjallaland og Ungverjar og verður leikið með tveggja daga millibili. Sumir sérfræðingar segja Serbíu sýnda veiði en ekki gefna. Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í milliriðil.

Einar segir í Maður lifandi að stórbrotin stemmnig sé í samfélaginu gagnvart handboltaveislunni fram undan. Snorri Guðjónsson, nýr landsliðsþjálfari, virðist hafa góð tök á sínu starfi. Rætt er um að breidd liðsins hafi sjaldan eða aldrei verið meiri. Ef einn leikmaður meiðist má vænta þess að hægt sé að skipta öðrum jafngóðum inn á. Ekki þarf að keyra á fallvöltu gengi stórstjarna líkt og stundum áður.

Það er helst að sérfræðingar sjái fyrir sér að línumenn liðsins séu ekki alveg á pari við það besta sem þekkist í heiminum. Markvarsla eða aðrir þættir gætu unnið það upp – að ógleymdri íslensku geðveikinni – baráttuandanum sem svo oft hefur glatt hnípna eyþjóð í norðri í svartasta skammdeginu sem líkt og lýsist upp á góðum degi. Maaaaark!

Áfram Ísland!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí