Það er stundum sagt að allt megi finna á internetinu, og því ætti enginn að vera hissa á því að íslenskir bankastarfsmenn, braskarar og hvítflipaglæpamenn framtíðarinnar hafi komið sér upp hálfgerðu spjallborði. Það heitir Borgartúnsbraskarar og má finna á Reddit. Oft er ýmsu fleygt þar fram í hálfkæringi eða gríni. En lítið sprell mátti greina í færslu sem nú hefur verið eytt. Annað er þó einnig sagt um internetið, það gleymi engu, og því hægur leikur að grafa það upp.
Mynd af færslunni ógeðfeldu má sjá hér fyrir neðan en þar má lesa hugleiðingu eins Borgartúnsbraskara sem virðist slefa af græðgi um tilhugsunina að hafa það fé, sem Grindvíkingar munu vonandi fá á næstu misserum, af Grindvíkingum. Viðkomandi vonar innilega að einhverjir Grindvíkingar verði það vitlausir setja peningin sinn í hlutabréfamarkaðinn á Íslandi. Þá í staðinn fyrir að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það muni „blása miklu lífi í hlutabréfamarkaðinn“.
Þó færslunni hafi verið eytt þá má enn finna þráðinn. Hann má lesa í heild sinni hér. Fæstar athugasemdir snúast um siðferði þessara vangaveltna. Þó eru sumir sem telja það ekki raunhæft að féflett heilan bæ. „Ha? Heldur þú að Grindvíkingar kaupi hlutabréf og fer svo bara út á götu og sefur þar á nóttunni ?,“ spyr til að mynda einn.
Þessu svarar sá sem átti hugmyndina: „Nei, ég held að flestir Grindvíkingar búi í einbýlishúsum og margir muni minnka við sig. Ég held að þeir sem séu að selja húsin til Grindvíkinganna muni vilja ávaxta peninginn sinn. Fleirri hús seld = meiri peningur í umferð. Og þetta hættir eiginlega ekki þar, því meira eigið fé sem einhver verktaki á, því líklegra er að hann fáii lán þrátt fyrir strangar lánareglur.“