Er verið að tala um útgöngubann vegna veðurs í dag?

Um fátt hefur verið rætt meira á heimilum á höfuðborgarsvæðinu í morgun en hve vont veður er í pípunum. Skaplegt verður það fram eftir degi samkvæmt Veðurstofunni, vestlæg átt og éljagangu. Um hádegi gengur í hvassviðri eða storm sunnanlands, sjá mynd með gulri viðvörun.

Ein spurningin er hvort umferð innan höfuðborgarsvæðisins muni skerðast mjög eða lamast milli hádegis og kaffis.

„Er hreinlega verið að tala um útgöngubann,“ spurði grunnskólanemandi á leið í skólann í morgun.

Það er allavega ljóst að skyggni verður lítið sem ekkert um tíma. Vegagerðin biður fólk á suðvesturhorninu að vera sem mest heima. Á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu gæti veðrið orðið einna verst. Vindur gæti farið í 22 metra. Óveðrið mun vara í um þrjár klukkustundir. Skyggni verður innan við 100 metrar.

Brýna nauðsyn þarf því til að fólk sé á ferðinni frá kl. 12-16 í dag eftir því sem Veðurstofa og Vegagerðin halda fram. Eru vegfarendur sem sagt beðnir að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí