Margar byggðir í óvissu og líklegar breytingar á markaðsvirði

Auk skaða Grindvíkinga vegna jarðhræringanna, þar sem viðamikil aðgerðaáætlun er í smíðum þeim til hjálpar, blasir við að bæjarfulltrúar margra annarra sveitarfélaga á Reykjanesskaganum, Almannavarnir og önnur stjórnvöld svo sem skipulagsyfirvöld hafa vaknað upp við nýjan veruleika.

Gera þarf nýjar áætlanir um byggðir út frá öryggissjónarmiðum á stöðum sem áður voru taldir öruggir.

Í samtali við Samstöðina bendir Ragnar „skjálfti“ Stefánsson jarðskjálftafræðingur á að það geti reynst torsótt fyir höfuðborgarbúa að flýja út á land ef allt verður vitlaust. Ísland sé land náttúruhamfara og  flóða-, skriðu- eða önnur jarðelda- og jarðskjálftahætta sé hlutskipti margra íbúa á svæðum úti á landi þar sem væri hægt að fjölga fólki.

Ármann Hösk­ulds­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, segir að Krýsu­vík­ur­kerfið svokallaða, annað eldstöðvakerfi en það sem hefur látið mest finna fyrir sér undanfarið, sé að fara í gang.  Með því skapist hætta fyrir fleiri byggðir en bara á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Byggð hefur undanfarið verið reist af krafti á hraunum sem komið hafa úr Krísuvíkurkerfinu  Sumpart vegna þekkingarskorts að sögn Ármanns á þeim varasömu kröftum sem krauma nú undir yfirborði jarðar. Líklegt er að leiðigarðar, varnargarðar og aðrar breytingar á innviðum þurfi til að verja fólk og eignir ef eldgos brjótast upp á svæðum sem hafa verið kyrr um skeið. Sprungukerfi þarf að kortleggja betur.  Kvikuinnskot gætu ógnað fólki og innviðum hér og þar.

Hafn­arfjörður og Garðarbær eru í sérlega viðkvæmri stöðu hvað Krísuvíkukerfið varðar. Enginn veit hvort ástand ytri byggða þar gæti orðið varasamt á næstu mánuðum, hvort hætta getur skapast eftir hálfa öld eða hvort íbúar sleppa með skrekkinn. Fasteignasalar telja líklegt að jarðeldarnir muni hafa áhrif á markaðsverð eigna í framtíðinni eftir staðsetningu en velti á því hvernig atburðum vindur fram. Samstöðin hefur rætt við fasteignasala sem lýsir stöðunni sem „afar óljósri“.

Hreyfingar eru komnar á Bláfjalla­kerfið og Hengilinn og þurfa meira og minna öll sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­nesskaga og Suður­landi nú að endurskoða eigin skipu­lags­áætlan­ir.

Vellirnir í Hafnarfirði, sem hafa byggst upp hvað hraðast allra hverfa undanfarið, standa á yngsta hrauni höfuðborgarsvæðisins. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur lýsti yfir á síðasta ári að skynsamlegra væri að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs vegna eldgosa- og hraunhættu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæharstjóri í Hafnarfirði, gagnrýndi Þorvald þá harðlega og sagði ummæli hans óábyrg og óþörf. Gáleysislegt væri að taka Hafnarfjörð út fyrir sviga.

Hvað sem fyrri ummælum líður liggur fyrir að náttúra landsins hefur minnt Íslendinga á að hún er við stjórnvölinn er kemur að hræringunum en ekki stjórnmálamenn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí