Martröð – ekki raunhæft að flytja til baka

Einn íbúa við Efrahóp, götuna sem varð eldhrauni að bráð í Grindavík, á ekki von á að snúa aftur heim.

Íbúinn, Sunna Jónína Sigurðardóttir, segir að bjartsýni íbúa sé úr sögunni hvað varðar byggð í Grindavík. Tímabært sé að horfa raunsætt á hlutina. Ástandið sé martröð.

Í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga ræddu jarðvísindamenn einkum hugsanlega búsetu- og innviðahættu á Völlum í Hafnarfirði og í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Framan af var talið að Grindvíkingar slyppu með hvimleiða jarðskjálfta.

Að kvikugangur hafi nú opnast og sé virkur undir bænum er veruleiki sem hlýtur að leiða til endurskoðunar allra fyrri áætlana.

Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun rifjaði Sunna upp þegar maður hvarf ofan í sprungu. Þegar gossprunga opnaðist svo við bæjarmörkin í gær og kaffærði íbúðarhús var íbúum öllum lokið, enda hafi fólk ekki verið búið að teikna upp slíka martraðarsviðsmynd að hennar sögn.

„Við héldum einhvern veginn að þetta væri með öruggari svæðum,“ segir Sunna.

„Það er ekki raunsætt að flytja til baka. Það er búið að segja okkur að það eru sprungur út um allt. Þær eru djúpt ofan í jörðinni. Áhrifin sjást ekki endilega á yfirborðinu fyrr en eftir nokkur ár. Það getur hvenær sem er gefið sig eitthvað og opnast sem við vitum ekki um,“ segir hún og útilokar nánast að flytja aftur heim til Grindavíkur.

Hún segir erfitt að ráða hug annarra íbúa en vonar að ríkisstjórnin grípi inn í með ýmsum stuðningi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí