Eldgosið gæti verið að fjara út

Jarðvísindamenn Veðurstofunnar segja að gosvirkni hafi minnkað í eldgosinu við Sundhnúkagíga og jafnvel nokkuð verulega. Þeir sem rýna í vefmyndavélar sjá að hraun vellur nú einkm upp um tvö gosop.

Gosið hafði haldið nokkrum krafti í átta daga. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur spáði á Samstöðinni síðastliðinn föstudag að ef gosinu lyki bráðlega gæti eldvirkni á Reykjanesskaga orðið úr sögunni til langs tíma.

Ef gosið varir árum saman blasa aftur á móti við ýmsar áskoranir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí