MAST segir dýravelferð blóðtökumera hafa gengið vel á síðasta ári

Árið 2021 var þjóðinni ofboðið eftir opinberun efnis úr 20 mínútna langrar heimildarmynd dýraverndarsamtakanna AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) þar sem fram kom skelfileg meðferð á hryssum þegar tappað var af þeim blóði.  Í kjölfarið lagði Inga Sæland ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram frumvarp um að banna blóðmerahald.  Frumvarpið hlaut ekki brautargengi.  Inga hefur margsinnis lýst yfir mikilli óánægju með að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ákveðið að leyfa það áfram en blóðmerahald er stundað á fáum stöðum í heiminum og er Ísland eina Evrópulandið sem það stundar.

Matvælastofnun hefur nú gefið út skýrslu um eftirlit með dýravelferð við blóðtöku úr fylltum hryssum árið 2023. Alvarleg frávik komu fram við eftirlit Matvælastofnunar á einni starfsstöð en úrbætur voru framkvæmdar innan settra tímamarka. Vægari frávik komu fram á 48 starfsstöðvum.  

Hestahald til blóðtöku úr fylfullum hryssum var skráð á 90 starfsstöðvum árið 2023 sem er sami fjöldi og árið 2022 en 25% fækkun frá árinu 2021.  MAST heimsótti alla blóðtökustaðina af sérþjálfuðu eftirlitsfólki sem studdist við gátlista sem er byggður á nýrri reglugerð. Þá var tekið blóð úr 4088 hryssum á árinu, eftir að 4748 hryssur höfðu verið leiddar voru undir hest í þeim tilgangi (frjósemi ríflega 85%). Alls voru framkvæmdar um 24 þúsund blóðtökur. Algengast var að blóð væri tekið 7 sinnum úr hverri hryssu en meðaltalið var 6,1 skipti.

Þá hafði Matvælastofnun sérstakt eftirlit með þjálfun dýralækna sem komu nýir til starfa við blóðtöku en engin frávik komu fram við eftirlit með þjálfuninni.

MAST segir í skýrslunni að út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtaka úr fylfullum hryssum gengið vel árið 2023 og ljóst að fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem þjálfun nýrra dýralækna og aukið innra og ytra eftirlit, hafa skilað árangri. Nýr gátlisti Matvælastofnunar, sem byggður er á greiningu á áhættuþáttum í starfseminni, reyndist gott verkfæri til að tryggja öflugt og samræmt ytra eftirlit sem stofnunarinnar.

Hægt er að lesa skýrsluna á vef stofnunarinnar: https://www.mast.is/static/files/skyrslur/eftirlit_mast_med_dyravelferd_vid_blodtoku_ur_fylfullum_hryssum_arid_2023.pdf

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí