Ógeðfellt hjá Bjarna að nota stöðuna í Grindavík gegn launafólki

„Þetta er bara fyrirsláttur og mjög ógeðfellt og ósanngjarnt að nota stöðuna í Grindavík til þess að, hvað á ég að segja, vinna gegn þessum nauðsynlegu og stóru markmiðum sem við höfum sett okkur í þessum kjarasamningum.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um orð sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lét falla í Silfrinu í gær. Bjarni gaf sterklega í skyn að ríkisstjórnin hyggðist ekki koma til móts við breiðfylkingu verkalýðsfélaga, vegna aðstæðna í Grindavík.  

Ragnar segir í viðtali við RÚV að Bjarni sé beinlýnis að misnota hamfarirnar í Grindavík. Þó kostnaður vegna þeirra gæti orðið talsverður þá mun það aldrei verða jafnmikið og stuðningur ríkisins við fyrirtæki á síðustu árum.

„Ef við setjum þetta í samhengi við stuðning ríkisstjórnarinnar við fyrirtæki í heimsfaraldrinum, þær stuðningsaðgerðir kostuðu ríkið 450 – 460 milljarða. Ef við setjum þetta í samhengi við þær aðgerðir sem farið var í eftir hrun, ástarbréfin sem voru keypt af Seðlabankanum 370 milljarðar, 600 milljarða aðgerðapakkar, þar voru heimilin skilin algjörlega eftir. Ef við setjum þessar tölur í samhengi við það sem er til inni í Náttúruhamfaratryggingasjóði og hvað þarf að bæta við til þess að bæta Grindvíkingum tapið þá eru þetta auðvitað bara smáaurar í því samhengi,“ segir Ragnar Þór.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí