„Smekklaust að senda út auglýsingar á meðan landsmenn horfa á hraunið renna“

„Mér finnst einstaklega smekklaust af RÚV að senda út tónlist og auglýsingar á meðan landsmenn horfa á hraunið renna inn í Grindavík og kveikja í heimilum fólks.“

Þetta segir Björn Birgisson, íbúi í Grindavík, á Facebook en hann er líkt og flestir Grindvíkingar í áfalli eftir viðburði dagsins. Í morgun opnaðist ný gossprunga rétt við Grindavík. Nú að kvöldi er talið að þrjú hús séu brunnin eða farin undir hraun. RÚV hefur sýnt hamfarirnar í beinni útsendingu í dag. Að horfa á tortímingu heimilis síns er skiljanlega tilfinningaþrungið fyrir Grindvíkinga. Björn lýsir því svo:

„Ég lít á þessar myndir með augun fljótandi í tárum yfir örlögum okkar Grindvíkinga, sérstaklega þeirra sem nú sjá hraunið brjóta niður  heimili þeirra og kveikja Í þeim. Sendi því fólki sérstakar samúðarkveðjur, sem og öðrum Grindvíkingum sem fylgjast með örlögum bæjarins í vonleysi og örvinglan. Algjör óþarfi að íþyngja öllu því fólki með smekkleysi sem jaðrar við dónaskap.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí