Viðreisn mun ekki verja Svandísi vantrausti og telur sjalla á sama máli

„Þessi viðbrögð Svandísar eru auðvitað hvorki fugl né fiskur. Viðreisn mun ekki verja hana vantrausti,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.

Auknar líkur eru á að ríkisstjórnin springi. Viðreisn hefur fram til þessa haldið að sér höndum með yfirlýsingar og vildi bíða yfirlýsingar frá VG eftir álit umboðsmanns. Hafði hikið verið túlkað svo sem svo að mögulega myndi Viðreisn ekki greiða atkvæði með vantrausti.

Hanna Katrín segir engin tvímæli í þeim efnum.

„Það segir sig líka sjálft að þeir stjórnarþingmenn sem hæst hafa látið um lögbrot Svandísar, hljóta að bregðast eins við. Það sama hlýtur líka að eiga við um þá ráðherra sem ekki hafa treyst sér til að lýsa yfir stuðningi við Svandísi og hafa viljað bíða eftir útspili hennar og VG,“ segir Hanna Katrín í samtali við Samstöðina.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí