Viðreisn segir mál Svandísar alvarlegt en bíður viðbragða stjórnarinnar

Hvorki í minnihlutanum né meirihlutanum á Alþingi virðist nokkur þingmaður við svo búið vilja taka af skarið með að lýsa yfir að vantrauststillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra verði lögð fram eftir helgi.

Samstöðin hefur rætt við fjölda þingmanna síðdegis og í kvöld. Fæstir vlja láta nokkuð hafa eftir sér. Minnihlutanum þykir málið snúið í ljósi þess að margir stjórnarandstöðuþingmenn voru á sama máli og ráðherrann þegar Svandís bannaði langreyðaveiðar með dags fyrirvara. Þeir benda á að ráðherrar þurfi þó að fara að lögum hvort sem málstaður þeirra er vinsæll eða „hvort freki karlinn heitir Kristjáns Loftsson eða ekki“ eins og þingmaður Samfylkingarinnar orðaði það. Staða Svandísar og jafnvel ríkisstjórnarinnar allrar gæti hangið á bláþræði.

Samstöðin spurði Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, á níunda tímanum í kvöld, hvort þingflokkur Viðreisnar muni leggja fram vantraust á Svandísi.

„Við höfum ekki enn komist að þeirri niðurstöðu,“ svarar Hanna Katrín. „Málið er auðvitað alvarlegt, en okkur þykir rétt að sjá hvernig ríkisstjórnin hyggst bregðast við.“

Ef vantraust verður boðið upp er engin leið að segja til um niðurstöðuna. Ýmsir meirihlutaþingmenn segjast tilbúnir að styðja ráðherrann ekki. Það á bæði við um Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Húsbóndahollusta í samræmi við vilja formanna flokkanna gæti þó orðið uppi á endanum, bendir einn þingmaður á.

Staða Svandísar innan VG var sterk áður en álit umboðsmanns Alþingis féll henni í óhag. Einstakir þingmenn pírata og Flokks fólksins hafa sagt eftir álitið að hún eigi að segja af sér. Katrín Jakobsdóttir telur svo ekki vera. Málið er í hörðum hnút. Einn þingmaður meirihlutans segir í samtali við Samstöðina að málið sé hornsteinn á getu og samstöðu stjórnarandstöðunnar ekki síður en stjórnarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí