Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, lagði í dag til að fjármunir Rússa sem frystir hafa verið vegna stríðsrekstrar þeirra, verði nýttir til hergagnakaupa handa Úkraínumönnum.
Von der Leyen sagði þetta í ræðu í Evrópuþinginu í dag. Sagði hún þar að hugsa þyrfti hlutina í stóra samhenginu. Tími væri kominn til að nýta eignir Rússa sem hefðu verið frystir til fjármögnunar stríðsrekstrar Úkráinu. „Það er ekki hægt að gefa skýrari skilaboð og það er ekki nokkur mikilvægari þörf á að nýta þessa fjármuni önnur en að gera Úkraínu og Evrópu alla öruggari.“
Í ræðu sinni tilkynnti von der Leyen einnig að Evrópusambandið myndi setja skrifstofu sem sinna ætti nýsköpun í varnarmálum í Kænugarði. Með því færðist Úkraína enn nær Evrópu og það myndi veita öllum ESB-ríkjunum færi á að nýta vígvallarreynslu Úkraínumanna og sérfræðiþekkingu þeirra í þróun í varnarmálum sínum. Tími væri kominn til, og þörf á, að Evrópa stigi upp og yki við varnarviðbúnað sinn. Engan tíma mætti missa í þeim efnum. „Með eða án stuðnings bandamanna okkar megum við ekki gefa Rússum sigurinn eftir. Kostnaður þess að búa við óöryggi, afleiðing rússnesks sigurs, er miklu og mun meiri en sá sparnaður sem við eigum kost á nú um stundir.“