Frystar eignir Rússa verði notaðar til að fjármagna vörn Úkraínumanna

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, lagði í dag til að fjármunir Rússa sem frystir hafa verið vegna stríðsrekstrar þeirra, verði nýttir til hergagnakaupa handa Úkraínumönnum. 

Von der Leyen sagði þetta í ræðu í Evrópuþinginu í dag. Sagði hún þar að hugsa þyrfti hlutina í stóra samhenginu. Tími væri kominn til að nýta eignir Rússa sem hefðu verið frystir til fjármögnunar stríðsrekstrar Úkráinu. „Það er ekki hægt að gefa skýrari skilaboð og það er ekki nokkur mikilvægari þörf á að nýta þessa fjármuni önnur en að gera Úkraínu og Evrópu alla öruggari.“

Í ræðu sinni tilkynnti von der Leyen einnig að Evrópusambandið myndi setja skrifstofu sem sinna ætti nýsköpun í varnarmálum í Kænugarði. Með því færðist Úkraína enn nær Evrópu og það myndi veita öllum ESB-ríkjunum færi á að nýta vígvallarreynslu Úkraínumanna og sérfræðiþekkingu þeirra í þróun í varnarmálum sínum. Tími væri kominn til, og þörf á, að Evrópa stigi upp og yki við varnarviðbúnað sinn. Engan tíma mætti missa í þeim efnum. „Með eða án stuðnings bandamanna okkar megum við ekki gefa Rússum sigurinn eftir. Kostnaður þess að búa við óöryggi, afleiðing rússnesks sigurs, er miklu og mun meiri en sá sparnaður sem við eigum kost á nú um stundir.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí