Innflytjendur frá Palestínu, Póllandi og Bosníu segja að stjórnvöldum og álagi vegna mikils fjölda ferðamanna hér á landi sé um að kenna hve innviðir drabbast nú niður hér á landi. Innflytjendur byggi upp íslenska innviði en brjóti þá ekki niður. Það sé ekki innflytjendum að kenna að íslenskir innviðir séu að springa.
Þetta kom fram í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær.
Gunnar Smári Egilsson þáttastjórnandi ræddi við nokkra innflytjendur sem á síðustu vikum upplifa aukna hatursorðræðu og meiri neikvæðni gegn útlendingum hér á landi en verið hefur.
Heilbrigðisþjónustan hér á landi er í klessu að því er fram kom hjá innflytjendunum. Menntun á einnig undir högg að sækja og ýmsir innviðir að springa.En þÞað er vegna vanhæfis stjórnvalda og túristabransa að sögn innflytjendanna
„Innviðir eru ekki að springa vegna okkar, við erum að byggja þá upp,“ segir einn innflytjendanna í þættinum.
Annar innflytjandi segir rasisma sundra fólki sem aldrei fyrr. Íslensk stjórnvöld virðist styðja Ísraela meir í árásarstríði þeirra gegn Palestínu en verið hefur.
Fólk sem er dökkt í útliti verður gjarnan fyrir áreiti úti á íslenskum götum þessa dagana vegna þess að ráðandi pólitísk umræða er að fólk frá miðausturlöndum sé öðruvísi en allt annað fólk, að því er kom fram.
Um 78.000 innflytjendur búa nú hér á landi.
Sjá umræðuna hér: