Launakostnaður Rúv hærri en rekstur allra dómstóla

„Um það verður ekki deilt að umsvif ríkisins á innlendum fjölmiðlamarkaði gera sjálfstæðum fjölmiðlum erfitt fyrir og kippa rekstrargrundvelli undan sumum miðlum og veikja möguleika annarra,“ segir í frumvarpi nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla.

Ef frumvarpið verður samþykkt þýðir það umpólun á rekstri Rúv.

Lagt er til að opinbert hlutafélag sem stofnað var í kringum RÚV árið 2006 verði lagt niður, enda hafi stofnun þess verið mistök. RÚV verði þess í stað sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Frétta- og dagskrárgerðarmenn myndu öðlast stöðu opinberra starfsmanna.

Útvarpsgjald verði afnumið með öllu. Dregið verði úr forréttindum Rúv en staða sjálfstæðra fjölmiðla styrkt. Allir fjölmiðlar njóti skattalegra ívilnana í stað fjölmiðlastyrkja.

Fram kemur í frumvarpinu að rekstrarkostnaður Rúv hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum.

„Til samanburðar má líta til þess að launakostnaður Ríkisútvarpsins er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

„Það skýtur skökku við að kostnaður ríkisins við launagreiðslur eins fjölmiðils sé hærri en við dómskerfið í heild sinni.“

Er þá ónefnd auglýsinfaforgjöf Rúv sem forráðamenn Torgs sögðu eftir fall Fréttablaðsins að hefði murkað líftóruna úr einkareknum miðlum.

Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí