Rafbílaeigendur hóta að fara aftur á bensín vegna nýrra skatta Bjarna

Varnaðarorð umhverfissinna sem töldu óráð að fyrrverandi fjármálráðherra, Bjarni Benediktsson, hækkaði skatta á eigendur umhverfisvænna bíla virðast ekki hafa verið út í loftið.

Dæmi eru um að rafbílaeigendur og ökumenn tengitvinnbíla hugsi sinn gang eða hafi jafnvel tekið ákvörðun um að selja bíla sína og fara á aftur á bensín- eða díselbíla.

Um þetta er umræða í facebook-hópnum Rafbílar á Íslandi. Þannig greinir Baldvin Árnason rafbílaeigandi frá því að hann hafi keypt rafbíl til að spara. Nú líði að því að hann skipti aftur yfir á bensín vegna kílómetragjalds. Sparnaðurinn sé horfinn. Nefnir hann sem dæmi að bíll hans hafi kostað hann milljón umfram bensínbíl sömu tegundar. Hann hafi á bensínbíl eytt 30.000 krónum í bensín á mánuði en nú sé hann rukkaður aukalega um 10.000 krónur á mánuði og þegar allt sé lagt saman sé útkoman neikvæð.

„Þetta er bara ekki þess virði lengur,“ segir Baldvin. Hann nefnir sem ókosti  drægni og þjónustuinnviði sem enn séu ekki á pari við bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti.

„Ríkisstjórnin er búin að klúðra þessu gjörsamlega,“ segir hann.

Viðbrögð annarra umhverfisvænna bíla eru ekki á einn veg. Sumir taka undir með Baldvini sem hlýtur að vera stjórnvöldum áhyggjuefni vegna orkuskiptanna og mengunarinnar. Jarðefnabruni er ein helsta ástæða losunar gróðurhúsalofttegunda og veldur hamfararhlýnun.

Aðrir benda á að þetta sé væl og draga umhverfisávinning, hljóðleysi, forhitunarþægindi og ýmsa kosti rafbíla umfram aðra bíla inn í jöfnuna.

Gjaldtakan er nýhafin og mun skila ríkinu milljörðum árlega í kassann.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí