Segir meira áfall ef Lækna-Tómas hætti störfum en dagskrárgerðarkonan

Gunnar Ármannsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Læknafélaginu, segir að Þóra Tómasdóttir dagskrárgerðarkona á Rúv verði að eiga það við samvisku sína hvernig hún bregst við þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á efnistök hennar.

Þóra gerði útvarpsþátt og ræddi við níu lækna nafnlaust sem héldu ýmsu misjöfnu fram um Tómas Guðbjartsson lækni.

Tómas er nú í leyfi vegna krabbameins en þáttur hans í plastbarkamálinu svokallaða var til umræðu í þætti Þóru Þetta helst á Rás 1.

DV hefur fjallað mikið um málið síðustu daga. Fjölmiðillinn segir kurr innan Rúv vegna málsins og hafa margir utan Rúv snúist Tómasi til varna vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins. DV segir að kallað hafi verið eftir afsögn Þóru. Efnistök hennar hafi verið ólíðandi. Sjálf vildi Þóra ekki svara spurningum þegar Samstöðin spurði hana hvort hún hefði íhugað að stíga til hliðar. Hún vísaði á yfirmenn sína.

Gunnar segir að eftir að hafa hlustað á þáttinn 3. janúar sl. hafi hann fyrst skort orð. Síðan hafi hann orðið mjög sorgmæddur.

„Þarna var verið að níða skóinn af nafngreindum lækni með tilvitnunum í ónafngreinda heimildarmenn og slúðursögur,“ segir Gunnar. „Þess vegna ákvað ég að lesa rannsóknarskýrsluna sem kom út 2017 til að reyna að átta mig á því hvort mögulega væri eitthvað óuppgert gagnvart Tómasi. Niðurstaðan er afdráttarlaust sú að svo er ekki,“ segir Gunnar við Samstöðina.

Þá segir Gunnar að eftir að hann hlustaði líka á viðtal Þóru við Runólf Pálsson, forstjóra Landspítala, þann 19. janúar sl. „þar sem hún reyndi ítrekað að láta viðtalið snúast um persónu Tómasar var mér nóg boðið,“ segir Gunar. Hann skrifaði þá pistil um málið.

Ekki virðist hafa skapast tilefni til sátta þegar DV birti viðbragð dagskrárstjóra Rásar 1 vegna málsins. Fanney Birna Jónsdóttir „beit þá höfuðið af skömminni“ þegar hún reyndi að réttlæta umfjöllun Rúv eins og hún hafi átt eitthvert sérstakt erindi til almennings, að sögn Gunnars.

Hann segist hafa fengið mikil viðbrögð og honum hafi verið bent á að „undirrót umfjöllunar Þóru gæti verið í hefndarskyni vegna alls óskyldra mála“ eins og Gunnar orðar það.

„Og eftir því sem ég skoða málið betur þá get ég ekki fundið neina réttlætingu á þessari furðulega nálgun gagnvart Tómasi en að eitthvað annað búi að baki en sem snertir hans hlut í plastbarkamálinu,“ segir Gunnar.

Spurður hvort Gunnar fari fram á að Þóra hætti störfum, svarar Gunnar: „Hún verður að eiga það við sína eigin samvisku hvernig hún bregst við í þessu máli.“

Hann bætir við:

„Það er að minnsta kosti nokkuð ljóst að það yrði þjóðfélagslega mun meira áfall ef Tómas myndi verða að hætta sínum störfum en ef Þóra Tómasdóttir myndi þurfa að gera það.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí