Tugir kosningastarfsmanna látnir í Indónesíu

Asía 19. feb 2024 Freyr Rögnvaldsson

Að minnsta kosti 71 kosningastarfsmaður er látinn af örmögnun eftir kosningarnar þar í landi 14. febrúar síðastliðinn. Kosningarnar eru hinar langstærstu í heiminum sem fara fram á aðeins einum degi. 

Samkvæmt upplýsingum sem indónesísk stjórnvöld hafa veitt, veiktust um 4.000 kosningastarfsmenn á milli 14. og 18. febrúar vegna ofþeytu og örmögnunar eftir störf sín við kosningnarnar. 

Ekki er nýtt að starfsfólk veikist eða látist jafnvel við störf að kosningum í Indónesíu. Svo margir sem ríflega 500 starfsmenn létust eftir kosningar í landinu árið 2019. Eftir það settu stjórnvöld á aldurstakmörk og skyldubundnar heilsuskoðanir, en það virðist ekki hafa dugað til nú. 

Alls voru fimm milljónir manns ráðnar til að manna 800 þúsund kosningastaði í kosningunum í síðustu viku. Kjörfundur stóð í um sex klukkustundir en eftirvinnsla, talning og yfirferð stóð í mörgum tilfellum í yfir hálfan sólarhring til viðbótar. Yfir 200 milljónir voru skráðir á kjörskrá en kosið var um forseta landsins, varaforseta og þingmenn á landsþingi og héraðsþingum. 

Varnarmálaráðherra Indónesíu, Prabowo Subianto, hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum, byggt á óstaðfestum bráðabirgðatölum. Niðurstaðan verður hins vegar ekki opinberlega kunngjörð fyrr en 20. mars. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí